Fara í efni

Fjölskyldunefnd

29. apríl 2015
392. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 29. apríl 2015 kl. 08:10 – 9:20

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, María Fjóla Pétursdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Íbúaþing um málefni eldra fólks 28.3.2015. Farið yfir tillögur frá þinginu. Flestar ábendingar voru um stærra og aðgengilegra húsnæði fyrir allt félagsstarf sem yrði líka félagsmiðstöð. Nefndin leggur til að skoðaðir verði möguleikar á kaupum á húsnæði á Eiðistorgi. Nefndin er að vinna úr gögnum og stefnt er að því að skila skýrslu úr tillögum frá íbúaþinginu fyrir lok maí.

  2. Þjálfunarstyrkur nema í Fjölsmiðjunni. Lagt fram minnisblað fulltrúa SSH um málefni Fjölsmiðjunnar dags. 16.4.2015 þar sem lagðar eru til breytingar á greiðslum til nema í smiðjunni. Fjölskyldunefnd samþykkir tillögurnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:20

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Marí Fjóla Pétursdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?