Fara í efni

Fjölskyldunefnd

14. september 2015
394. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 14. september 2015 kl. 17:15 – 18:50

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Magnús Margeirsson og Laufey Elísabet Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

 1. Formaður bauð nýjan aðalmann í nefndinni, Árna Ármann Árnason, velkominn á fundinn.

 2. Beiðni um að Seltjarnarnesbær gerist styrktar- og samstarfsaðili Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Beiðninni hafnað að svo stöddu.

 3. Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita 100.000.- kr. í rekstrarstyrk.

 4. Umsókn um rekstrarstyrk frá Stígamótum. Samþykkt að veita 100.000.- kr. í rekstrarstyrk.

 5. Beiðni um styrk frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Samþykkt að styrkja um 50.000.- kr.

 6. Beiðni um styrk frá Geysi, klúbb um félagsstarf geðfatlaðra. Samþykkt að styrkja um 50.000.- kr.

 7. Dagskrá félagsstarfs aldraðra lögð fram og kynnt. Fjölskyldunefnd stefnir að því að heimsækja aðstöðu félagsstarfs aldraðra og þjónustukjarnann á Skólabraut á næstunni.

 8. Fundargerðir þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk dags. 11. júní 2015 og 20. ágúst 2015 lagðar fram og ræddar.

 9. Yfirlit umsókna um félagslega þjónustu fyrir annan ársþriðjung ársins 2015 lagt fram og rætt.

 10. Önnur mál.

  a. Félagsmálastjóri greindi frá því að Jódís Bjarnadóttir félagsráðgjafi hefði verið ráðinn til starfa við félagsþjónustuna og hafið störf um miðjan ágúst.

  b. Fjölskyldunefnd stefnir að því að funda sem fyrst með stjórn Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi.

  c. Næsti fundur fjölskyldunefndar verður mánudaginn 12. október 2015 kl. 17:00

  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:50

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Elísabet Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?