Fara í efni

Fjölskyldunefnd

10. nóvember 2015

396. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofum Seltjarnarness, þriðjudaginn 10. nóvember 2015 kl. 17:00 – 19:05

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Elísabet Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Stjórn Félags eldri borgara á Seltjarnarnesi mætti á fundinn en hana skipa Magnús Oddsson formaður og aðrir í stjórn eru Guðmar Marelsson, Hildur Guðmundsdóttir, Þorleifur Jónsson og Petrea Ingibjörg Jónsdóttir. Til vara Stefán Bergmann og Þóra Einarsdóttir. Alls mættu um100 manns á stofnfund félagsins í september s.l. og gerðust félagar. Félagið er aðili að Landssambandi eldri borgara og mun koma að útnefningu í öldungaráð Seltjarnarnesbæjar. Stjórnin hefur verið að fara yfir fundargerð íbúaþings um málefni eldri bæjarbúa sem haldið var 28. mars 2015. Félagið mun vinna að hagsmunamálum og vera álitsgjafi og hvati að breytingum. Um 120 manns eru félagar núna. Ræddir samstarfsfletir við félagið.

  2. Forsendur og drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 kynnt. Fjölskyldunefnd leggur til að liðurinn ýmsir styrkir (02810) verði hækkaður um 200.000.- kr. þ.e. úr 300.000.- kr. í 500.000.- kr. eins og hann var fyrir lækkun árið 2009.

  3. Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 10.12.2015 kl. 17:00

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Elísabet Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?