Fara í efni

Fjölskyldunefnd

14. október 2015

395. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 14. október 2015 kl. 15:30 – 17:55

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Elísabet Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Starfsemi dagvistar og félagsstarfs kynnt og húsakynni á Skólabraut 3 – 5 skoðað og aðstaða félagsstarfs í Valhúsaskóla. Sigríður Karvelsdóttir, Kristín Hannesdóttir og Ingibjörg Hjartardóttir tóku á móti fundarmönnum og kynntu starfsemina.

  2. Reglur um úthlutun félagslegra leiguíbúða Seltjarnarnesbæjar ræddar. Kynnt svör sem lögð voru fram í bæjarráði 29.09.15 varðandi félagslegt leiguhúsnæði.

  3. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags.6.10.15 lögð fram.

  4. Bréf Barnaverndarstofu, dags. 29.09.2015, beiðni um upplýsingar um mál vegalausra barna á Íslandi. Félagsmálastjóri upplýsti um stöðu þessara mála í bæjarfélaginu.

  5. Bréf Barnaverndarstofu um samstarf vegna forvarnarverkefnis, dags. 28.9.2015. Samþykkt áframhaldandi þátttaka í verkefninu.

  6. Önnur mál. Laufey Gissurardóttir kom með fyrirspurn um aðgerðaáætlun í stefnu borgarinnar í þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum. Félagsmálastjóra er ekki kunnugt um aðgerðaráætlunina.

  7. Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 10.11.2015

    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Elísabet Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?