Fara í efni

Fjölskyldunefnd

14. janúar 2016
398. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 14. janúar 2016 kl. 17:00 –18 :20

Mættir: , Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Magnús Margeirsson og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Trúnaðarmál. Lagt fram yfirlit umsókna sem félagsmálastjóri hefur heimild til að afgreiða skv. erindisbréfi fyrir fjölskyldunefnd fyrir tímabilið 1.9.15-31.12.15

  2. Biðlisti eftir félagslegum leiguíbúðum kynntur og greint frá hvaða íbúðir eru í leigu og hverjir eru leigjendur. Ein íbúð er í söluferli og ljóst er að þörf er fyrir fleiri íbúðir.

  3. Lokaskýrsla framkvæmdaráðs ferðaþjónustu fatlaðs fólks, dags. 13.12.15 lögð fram og rædd.

  4. Fundargerð samráðshóps um áfengis- og vímuvarnir dags. 8.12.2015 ásamt niðurstöðum árlegrar könnunar Rannsókna og greiningar lögð fram.

  5. Viðmiðunartölur fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016. Tillaga félagsmálastjóra um hækkun fjárhagsaðstoðar samþykkt.

  6. Önnur mál. Félagsamálastjóri leggur fram plan um fundartíma út árið fyrir næsta fund.

Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 18.2.2016 kl. 17:00

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?