Fara í efni

Fjölskyldunefnd

16. mars 2016
400. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 16. mars 2016 kl. 17:00 - 19:30

Mættir: , Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Magnús Margeirsson og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn.

  1. Málefni heimilisins að Sæbraut 2. Fulltrúar frá Velferðarsviði Reykjavíkur, þau Stefán Eiríksson og Sigþrúður Arnardóttir mættu á fundinn og upplýstu um breytingar á sambýlinu Sæbraut sem varða flutning íbúa á annan stað. Flóknar þarfir íbúa vega þungt og það húsnæði sem til stendur að flytja í er talið hentugra (sérstakar íbúðir). Rætt um hve brátt ákvörðun um flutning var tekin. Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að unnið verði að farsælli lausn á málinu.

  2. Erindi Erlendar Magnússonar til Seltjarnarnesbæjar um byggingu sérhæfðs búsetuúrræðis fyrir fatlað fólk kynnt. Frestað til næsta fundar.

  3. Fundargerð Öldungaráðs Seltjarnarness dags 3.3.2016 kynnt.

  4. Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk, dags. 21. febrúar 2016 lögð fram og rædd.

  5. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók 1. mál.

  6. Önnur mál. Félagslegum leiguíbúðum hefur fækkað á undanförnum þremur árum um 3 og eru nú 9 en voru 12 fyrir þann tíma. Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að söluandvirði þeirra félagslegu leiguíbúða sem seldar hafa verið verði nýtt til kaupa á félagslegum íbúðum í þeirra stað.

  7. Næsti fundur 19.4.16 kl. 17:00

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?