Fara í efni

Fjölskyldunefnd

08. júní 2016

404. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, miðvikudaginn 8. júní 2016 kl. 12:15 – 13:45

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Magnús Margeirsson, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat einnig fundinn og Gunnar Lúðvíksson undir fyrsta lið.

  1. Málefni íbúa á sambýlinu við Sæbraut og staða málsins eftir fund með fulltrúum Velferðarsviðs. Kynnt minnisblað félagsmálastjóra frá fundi hans og fjármálastjóra með sviðstjóra Velferðarsviðs og fulltrúa hans þann 1.6.2016. Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri sat einnig fundinn undir þessum lið og gerði ásamt Snorra grein fyrir málinu. Fjölskyldunefnd hefur tekið saman álitsgerð um málið og sent bæjarstjóra Seltjarnarness.

  2. Fundargerð þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk, dags. 6. maí 2016 lögð fram og rædd.

  3. Fundargerð Öldungaráðs Seltjarnarnesbæjar, dags. 30. maí 2016 lögð fram. Félagsmálastjóri gerði grein fyrir fundargerðinni.

  4. Trúnaðarmál. – yfirlit yfir afgreiðslur trúnaðarmálafunda frá 1.1.16 – 30.4.16 lagt fram.

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Laufey Gissurardóttir (sign), Magnús Margeirsson (sign) Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign) Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?