Fara í efni

Fjölskyldunefnd

11. október 2016

406. fundur Fjölskyldunefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, þriðjudaginn 11. október 2016 kl. 17:00 – 18:55

Mættir: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Árni Ármann Árnason, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko og Laufey Gissurardóttir. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri sat einnig fundinn undir fyrsta lið.

  1. Hjúkrunarheimili. Ásgerður Halldórsdóttir kynnti stöðu í byggingarmálum hjúkrunarheimilisins og fór yfir aðdragandann að byggingu þess og ferlið kringum staðarval. Greindi frá kröfulýsingu og hvernig heimilið hefði verið hannað í samræmi við hana. Rakti einnig hvaða vinnunefndir hefðu komið að verkefninu og á hvaða tíma í undirbúningsferlinu. Greindi frá tilboðum sem borist hafa og hver hefði fengið verkið.

  2. Greint frá lokum þjónustusamnings Reykjavíkur og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk. Seltjarnarnesbær mun taka við þjónustunni um áramót og verða sjálfstætt þjónustusvæði. Fjölskyldunefnd leggur áherslu á að gengið verði frá samningi um skammtímavistun, dagþjónustu og vinnu og virkni. Unnið verði skv. tímaáætlun að verkefnum sem ganga þarf frá fyrir áramót.

  3. Fjölskyldunefnd óskar eftir svari bæjarstjórnar um hvar statt sé erindi sem nefndin beindi til bæjarstjórnar þann 19. apríl s.l. í 1. lið fundargerðar sinnar varðandi lóð fyrir heimili fyrir fatlað fólk.

  4. Fjárhagsáætlun 2017. Áætlunin kynnt. Fjölskyldunefnd styður tillögur félagsmálastjóra að fjárhagsáætlun næsta árs. Nefndin óskar eftir að kynnt verði fjárhagsáætlun er varðar þjónustu við fatlað fólk sem fyrst.

  5. Umsókn um rekstrarstyrk frá Kvennaathvarfi. Samþykkt að veita 100.000.- kr. í rekstrarstyrk.

  6. Umsókn um rekstrarstyrk frá Stígamótum. Samþykkt að veita 100.000.- kr. í rekstrarstyrk.

  7. Beiðni um styrk frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Samþykkt að styrkja um 50.000.- kr.

  8. Beiðni um styrk frá Geysi, klúbb um félagsstarf geðfatlaðra. Samþykkt að styrkja um 50.000.- kr.

  9. Beiðni um styrk frá Kvennaráðgjöfinni. Beiðninni synjað.

  10. Fundargerð öldungaráðs 15.09.16 lögð fram og kynnt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:55

Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Árni Ármann Árnason (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign), Laufey Gissurardóttir (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?