Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

07. október 2016

394. (19.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 7. október 2016 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Auk þess sat fundinn Markús Ingi Hauksson áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

 1. Rekstur Gróttu á íþróttamannvirkjum. Mnr. 2012090020.

  Sviðsstjóri sagði frá því að reksturinn færi vel af stað og búið væri að ráða 4 starfsmenn af 5 hjá Gróttu. Góð samskipti eru á milli sviðsstjóra bæjarins og íþróttastjóra Gróttu og allir af vilja gerðir til að gera þessa breytingu sem best úr garði. Vel hefur tekist með afgreiðslu fyrrum starfsmanna bæjarins í íþróttahúsi.

 2. Samstarf við Reykjavík um stækkun íþróttahúss. Mnr. 2015030051.

  Formaður kynnti að lokadrög eru komin að samstarfssamningi við Reykjavíkurborg um stækkun Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness. ÍTS lýsir ánægju með farsæla niðurstöðu í málinu sem liggur nú hjá bæjarráði og borgarráði til samþykktar

 3. Samanburður á frístundastyrkjum. Mnr. 2016010112.

  Umræður fóru fram um samanburð á frístundastyrkjum á milli sveitarfélaga. Kom fram að Seltjarnarnesbær er að greiða hæsta gjaldið af öllum landinu. Mjög mismunandi er á milli sveitarfélaga hvernig haldið er utan um umsóknarferli frístundastyrkjanna.

 4. Skýrslur Gróttu vegna sumarnámskeiða deilda. Mnr. 2016060148. Lagðar voru fram skýrslur vegna sumarnámskeiða deilda félagsins frá fimleikadeild, knattspyrnudeild og handknattleiksdeild. Í öllum tilfellum voru námskeiðin vel sótt og tókust vel. Deildirnar þökkuðu ómetanlegan stuðning bæjarins vegna starfsmanna námskeiðanna. ÍTS þakkar fyrir greinargóðar skýrslur.

 5. Styrkumsókn Golfklúbbs Ness vegna æfingaaðstöðu. Mnr. 2016090147. ÍTS fagnar framtaki Nesklúbbsins með uppbyggingu æfingaaðstöðu á 3. hæð Eiðistorgs. Með aðstöðunni verður hægt að bjóða uppá æfingar allt árið um kring og styrkja þannig barna- og unglingastarf enn frekar. Eldri borgarar ættu ekki síður að geta notað aðstöðuna sem verður opin öllum. ÍTS telur rétt að styðja við verkefnið eftir fremsta megni og vísar umsókninni til úrvinnslu í bæjarráði.

 6. Skýrsla Golfklúbbs Ness vegna barna og unglingastarfs. Mnr. 20160660148.

  Málinu festað til næsta fundar.

 7. Fjárhagsáætlun Gróttu 2017. Mnr. 2016100040.

  Ekki hafa allar áætlanir borist. Sviðsstjóra falið að ítreka við aðalstjórn að skila þeim áætlunum sem fyrst enda var skilafrestur 1. október.

 8. Málefni Selsins. Mnr. 2016010114.

  Forstöðumaður Selsins fór yfir málefni Selsins. Þar kom fram að starfsemin fer mjög vel af stað þetta haustið. Hún sér breytingu á minni aðsókn á dagtímum en er eðlileg á kvöldin.

 9. Launatölur – staða til 1.október. Mnr. 2015090180. Sviðsstjóri kynnti stöðuna í íþróttahúsi, sundlaug og Seli fyrstu níu mánuði ársins.

 10. Staða á rafrænum umsóknum. Mnr. 2016030039. ÍTS ítrekar að mikilvægt er að flýta rafrænu formi styrkumsókna.

 11. Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2016. Mnr. 2016030067.

  Tölurnar lagðar fram. Enn er aðsóknaraukning eins og verið hefur alla mánuði 2016 miðað við sömu mánuði 2015.

 12. Styrkir til íþrótta- og tómstundamála - staða. Mnr. 2016030068. Farið yfir stöðu mála ýmsum styrkjum. Umsóknir tómstundastyrkja standa í nærri 350 umsóknum.

 13. Styrkumsókn ungmennahúss Skeljarinnar. Mnr. 2016100041.

  Samþykkt að veita ungmennahúsinu Skelinni kr. 220 þúsund í styrk til þess að koma upp stúdíói í eigin aðstöðu.

 14. Styrkumsókn vegna æfingamóts U-20 í Sviss. Mnr. 2016080346.
  Samþykkt að veita Aroni Degi Pálssyni 30 þúsund króna styrk.

 15. Styrkumsókn vegna EM U-20 í Danmörku. Mnr. 2016080346.

  Samþykkt að veita Aroni Degi Pálssyni 30 þúsund króna styrk.

 16. Styrkumsókn vegna EM U-18 í Króatíu. Mnr. 2016080067.

  Samþykkt að veita Jóhanni Kaldal 30 þúsund króna styrk.

Fundi slitið kl. 9:35.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?