Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

24. nóvember 2016

395. (20.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 24. nóvember 2016 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Margrét Sigurðardóttir. Auk þess sat fundinn Helga Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

  1. Samstarf við Reykjavík um stækkun íþróttahúss. Mnr. 2015030051

    Formaður lagði fram bókun Borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem kemur fram samþykkt á samstarfi við Seltjarnarnesbæ vegna stækkunar á íþróttahúsi Seltjarnarness. ÍTS lýsir mikilli ánægju með að málið sé í höfn. Undirbúningsvinna ætti að hefjast á næstunni.

  2. Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi. Mnr. 2015100090

    Skýrsla sem unnin var vegna málsins lögð fram og rædd. ÍTS tekur undir þessa stefnumörkun. Í skýrslunni er fjallað um sundlaugina sem sérstöðu og er nefndin sammála því. Skoða ætti lengri opnunartíma um leið og færi gefst.

  3. Forsögn að deiliskipulagi miðbæjar. Mnr. 2015040037

    Hugmyndir um nýtt skipulag miðbæjarsvæðis lagt fyrir og rætt. ÍTS bendir á mikilvægi þess að ekki verði þrengt að aðgengi íþróttahúss, sundlaugar og World Class og hugað verði að öryggi og bílastæðamálum m.t.t. íþróttamistöðvar.

  4. Skýrsla Golfklúbbs Ness vegna sumarstarfs. Mnr. 2016110064

    Skýrsla golfklúbbsins lögð fram og rædd. Sviðsstjóra falið að óska eftir fundi við stjórn klúbbsins til að fara yfir málefni ungmenna og aldraðra varðandi nýja aðstöðu, og gera viðauka við samning við bæinn.

  5. Fjárhagsáætlanir deilda Gróttu. Mnr. 2016100040. Farið var yfir fjárhagsáætlanir deilda Gróttu. Allar áætlanir hafa borist fyrir utan mfl. karla í handknattleik. Sviðsstjóra falið að ítreka skil.

  6. Æfingagjöld og iðkendafjöldi deilda Gróttu. Mnr. 2016120010
    Sviðsstjóra falið að leita eftir skýringu á hækkun iðkendagjalda félagsins í handbolta og knattspyrnu, og breytingu í iðkendafjölda.

  7. Málefni Selsins. Mnr. 2016010114.

    Sviðsstjóri sagði frá helstu málefnum í Selinu. Það helsta um þessar mundir er undirbúningur fyrir 1.des. skemmtun 10.bekkjar. Starfið hefur gengið mjög vel og ágætis aðsókn hefur verið nú á haustmánuðum. Ungmennaráðið kynnti starfsemi sína á ráðstefnu Íslenskra æskulýðsrannsókna og í framhaldinu var stofnað Ungmennaráð Íslands. Þau verða einnig með kynningu á vegum EUF (evrópa unga fólksins) í desember.

  8. Launatölur – staða. Mnr. 2015090180.

    Farið var yfir launastöðuna og frávik útskýrð.

  9. Ýmsir styrkir - staða Mnr. 20160030068.

    Farið yfir stöðu á ýmsum styrkjum.

  10. Staða á rafrænum umsóknum. Mnr. 2016030039. ÍTS ítrekar að mikilvægt er að flýta rafrænu formi styrkumsókna.

  11. Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2016. Mnr. 2016030067.

    Sundlaugartölur yfirfarnar. Minni aðsókn er í október í ár miðað við 0215.

  12. Ferðastyrkur vegna ferðar U-17 til Finnlands. Mnr. 2016100085.

    Samþykkt að veita Tuma Steini Rúnarssyni kr. 30 þúsund króna styrk.

Fundi slitið kl. 9:40.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?