Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

26. janúar 2017

397. (22.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 26. janúar 2017 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir og Katrín Viktoría Hjartardóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

 1. Fundatímar ÍTS 2017. Mnr. 2017020006

  Fastir fundatímar lagðir fram og verða settir á heimasíðu bæjarins.

 2. Íþróttamaður og kona Seltjarnarness 2016. Mnr. 2017020005

  Kjörið fór vel fram og um 90 íþróttamenn og konur fengu viðurkenningar fyrir íþróttaiðkun sína og tveir fyrir félagsstörf. Íþróttamaður og kona Seltjarnarness 2016 voru kjörin Nökkvi Gunnarsson golfari og Fanney Hauksdóttir kraftlyftingakona.

 3. Afreksmannasjóður. Mnr. 2015020025

  Úthlutað 100.000 kr. úr sjóðnum til Fanneyjar Hauksdóttur í samræmi við reglur sjóðsins. ÍTS óskar Fanneyju til hamingju með heimsmeistaratitil sinn.

  Undir þessum lið vék sviðsstjóri af fundi.

 4. Viðauki við samning Golfklúbbs og bæjarins. Mnr. 2016120046 Viðauki vegna æfingaaðstöðunnar í Risinu á Eiðistorgi lagður fram og samþykktur.

 5. Styrkbeiðni vegna áhaldakaupa. Mnr. 2017020008 ÍTS tekur jávætt í beiðnina en vísar henni til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu. Æskilegt er að verðtilboð söluaðila fylgi með beiðninni.

 6. Styrkbeiðni vegna æfingaferða til Króatíu. Mnr. 2017020009
  Samþykkt að veita meistaraflokkum knattspyrnudeildar kr. 140 þúsund í ferðastyrk.

 7. Styrkbeiðni vegna ferðar til Partille. Mnr. 2017020010

  Samþykkt að veita kr. 540 þúsund vegna ferða fimm yngri flokka Gróttu á handboltamót í Partille í Svíþjóð í sumar, í samræmi við reglur ÍTS.

 8. Styrkbeiðni vegna þjónustukönnunar. Mnr. 2017020011

  Styrkbeiðninni er hafnað en Gróttu óskað velgengni með verkefnið.

 9. Launatölur - staðan. Mnr. 201509180.

  Sviðsstjóri lagði fram launatölur sviðsins fyrir árið 2016.

 10. Tómstundastyrkir – staða. 2016010112

  Tómstundastyrkir voru betur nýttir af íbúum á síðasta ári en árið áður. Alls var úthlutað til um 600 enstaklinga en fjöldi barna á aldrinum 6-18 ára er um 700 og nýting tómstundastyrkjanna því um 85%.

 11. Staða á rafrænum umsóknum. Mnr. 2016030039.

  Fjármálastjóri bæjarins kom á fundinn og fór yfir stöðu á rafrænum umsóknum. Þar kom fram að verið er að leggja lokahönd á að verkefnið og stutt í að hægt sé að taka kerfið notkun. Gera þarf smávægilegar breytingar á reglum um tómstundastyrkina. ÍTS lýsir yfir mikill ánægju með verkefnið og þakkar fjármálastjóra fyrir góða kynningu.

 12. Ýmsir styrkir - staða Mnr. 20160030068.

  Farið yfir stöðu á ýmsum styrkjum.

 13. Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2016. Mnr. 2016030067.

  Sundlaugartölur yfirfarnar.

 14. Erindisbréf ÍTS.

  Breytingar á erindisbréfinu vegna tilfærslu Selsins yfir á fræðslusvið kynntar.

Fundi slitið kl. 9:50.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?