Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

15. júní 2017

400. (25.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 15.júní kl. 8.00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Gissur Ari Kristinsson, Ásgeir Bjarnason og Rán Ólafsdóttir.

Fulltrúi ungmennaráðs mætti ekki.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson

 1. Stækkun íþróttahúss. Mnr. 201702055.

  Íþróttafulltrúi fór yfir stöðu mála í byggingarmálum íþróttahúss. Sviðsstjóri mun senda síðustu fundargerðir bygginganefndar og teikningar á nefndarmenn. Breytingar á innra skipulagi nýbygginar hafa tafið verkið lítillega en stefnt er að útboðsgögn verði tilbúin í september.

 2. Opnunartími sundlaugar. Mnr. 2017060072.

  Útreikningar á rýmri opnunartímum sundlaugar lagðir fram. ÍTS leggur til við bæjarráð að opnunartíminn verði lengdur virka daga til kl. 22 frá 1.júlí til 31.ágúst. Jafnframt verði skoðað að hafa opið til kl. 22:00 allan ársins hring og til kl.19:30 um helgar.

 3. Viðhald og nýframkvæmdir sundlaugar. Mnr. 2017060073.

  Íþróttafulltrúi sagði frá framkvæmdum í árlegri lokun sundlaugar. Meðal annars var ný rennibraut sett í stað þeirra gömlu og verið er að leggja lokahönd á frágang í kringum rennibraut.

 4. Ársuppgjör Gróttu. Mnr. 2017060074.

  Ársreikningur lagður fram og umræðum um hann frestað til næsta fundar.

 5. Styrkbeiðni vegna björgunarsveitastarfa í Þýskalandi. Mnr. 2017060075.

  Styrkbeiðni unglingadeildar Árnýjar sem starfar undir Björgunarsveitinni Ársæli óskar eftir styrk vegna ungmennaskipta sem er tveggja ára verkefni íslenskra og þýskra ungmenna í ýmsum björgunarsveitastörfum. Samþykkt að veita verkefninu 100 þúsund króna styrk í samræmi við reglur ÍTS um almenna styrki félagasamtaka.

 6. Styrkbeiðni vegna æfinga og keppnisferðar til Þýskalands. Mnr. 2017060076.

  Samþykkt að veita 2. og 3.flokki í handbolta styrk uppá kr. 140 þúsund vegna ferða þeirra til Kölnar í Þýskalandi, í samræmi við reglur ÍTS um ferðastyrki.

 7. Launatölur – staðan. Mnr. 201509180.

  Lagðar voru fram launatölur sundlaugar.

 8. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 2016010112.

  Staða tómstundastyrkja lögð fram. Nefndarmenn voru sammála um að finna leiðir til að kynna betur rafrænt umsóknarferli tómstundastyrkja.

 9. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur 2017/2016 Mnr. 2016030067.

  Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.

 10. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
  Farið yfir stöðu tómstundastyrkja.

Fundi slitið kl. 9:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?