Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

04. október 2017

402. (27.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 4. október kl. 8:00 í íþróttahúsinu.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Rán Ólafsdóttir.

Guðmundur Ari og fulltrúi ungmennaráðs tilkynntu forföll.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson

  1. Kynning á nýbyggingu íþróttahúss.

    Gunnar Borgarsson mætti á fundinn og fór yfir framkvæmdir íþróttahúss. Til stendur að rýna útboðsgögn nú í byrjun október.

  2. Styrkbeiðni ungmennaráðs. Mnr. 2017100041

    Samþykktur styrkur uppá kr. 37.585 krónur vegna ungmennaþings og starfsdaga ungmennaráðs.

  3. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130

    Sviðstjóri gerði grein fyrir að þær væru á áætlun.

  4. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081

    Staða tómstundastyrkja lögð fram. Enn er eingöngu búið að nýta um 13 milljónir á áætluðum 25 milljónum.

  5. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 22017040132.

    Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.

  6. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
    Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

  7. Opnunartímar sundlaugar. Mnr. 2017060072

    Í gangi er vinna við endurskoðun vaktataflna í sundlaug og verið er að kostnaðarmeta. Vilji ÍTS stendur til að lengja opnunartíma til kl. 22:00 á virkum dögum og einnig lengja opnunartíma um helgar.

  8. Skýrsla fimleikadeildar vegna sumarnámskeiða. Mnr. 2017100042
    Skýrslan lögð fram. ÍTS þakkar fyrir greinargóða skýrslu um starfið.

  9. Fjárhagsáætlun Gróttu. Mnr. 2016100040
    Lagt fram en enn vantar uppá skilin. Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 9:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?