404. (29.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 22. nóvember 2017 kl. 8:15 í íþróttahúsinu.
Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir og Guðmundur Ari og Jóhann Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Styrkbeiðni vegna ferðar til Svíþjóðar. Mnr.2017120048
Samþykkt að veita fimleikadeild 140 þúsund króna styrk vegna Målar Cup í Svíþjóð í áhaldafimleikum.
-
Styrkbeiðni vegna markmannsþjálfunar. Mnr. 20107120049
Samþykkt að veita Björgvini Koustav kr. 30 þúsund vegna markmannsþjálfunarnámskeiðs á vegum KSÍ.
-
Styrkbeiðni vegna heimaleikjar í hanknattleik. Mnr. 2017120052
ÍTS frestar afgreiðslu beiðninnar þar sem fjárhagsáætlun handknattleiksdeildar Gróttu hefur ekki borist.
-
Fjárhagsáætlun ÍTS 2018. Mnr. 2017090200
Sviðsstjóri fór yfir fjárhagsáætlun ÍTS fyrir árið 2018.
-
Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130
Launatölur lagðar fram og eru á áætlun.
-
Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081
Staða tómstundastyrkja lögð fram.
-
Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 22017040132.
Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.
-
Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja. -
Opnunartímar sundlaugar. Mnr. 2017060072
Verið er að kostnaðarmeta rýmri opnunartíma sundlaugar og endurgera vaktatöflur.
-
Fjárhagsáætlun Gróttu 2018. Mnr. 2016100040
Lagt fram til kynningar, enn vantar fjárhagsætlun frá meistaraflokki Gróttu í handbolta og sviðsstjóra falið enn og aftur að reka á eftir henni. Formaður og varaformaður ÍTS munu hitta Gróttu á næstu dögum vegna málsins.
Fundi slitið kl. 9:15.