Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

22. nóvember 2017

404. (29.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 22. nóvember 2017 kl. 8:15 í íþróttahúsinu.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir og Guðmundur Ari og Jóhann Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Styrkbeiðni vegna ferðar til Svíþjóðar. Mnr.2017120048

    Samþykkt að veita fimleikadeild 140 þúsund króna styrk vegna Målar Cup í Svíþjóð í áhaldafimleikum.

  2. Styrkbeiðni vegna markmannsþjálfunar. Mnr. 20107120049

    Samþykkt að veita Björgvini Koustav kr. 30 þúsund vegna markmannsþjálfunarnámskeiðs á vegum KSÍ.

  3. Styrkbeiðni vegna heimaleikjar í hanknattleik. Mnr. 2017120052

    ÍTS frestar afgreiðslu beiðninnar þar sem fjárhagsáætlun handknattleiksdeildar Gróttu hefur ekki borist.

  4. Fjárhagsáætlun ÍTS 2018. Mnr. 2017090200

    Sviðsstjóri fór yfir fjárhagsáætlun ÍTS fyrir árið 2018.

  5. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130

    Launatölur lagðar fram og eru á áætlun.

  6. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081

    Staða tómstundastyrkja lögð fram.

  7. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 22017040132.

    Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.

  8. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
    Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

  9. Opnunartímar sundlaugar. Mnr. 2017060072

    Verið er að kostnaðarmeta rýmri opnunartíma sundlaugar og endurgera vaktatöflur.

  10. Fjárhagsáætlun Gróttu 2018. Mnr. 2016100040
    Lagt fram til kynningar, enn vantar fjárhagsætlun frá meistaraflokki Gróttu í handbolta og sviðsstjóra falið enn og aftur að reka á eftir henni. Formaður og varaformaður ÍTS munu hitta Gróttu á næstu dögum vegna málsins.

Fundi slitið kl. 9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?