Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

288. fundur 28. október 2004

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Árni Einarsson, Nökkvi Gunnarsson, Þór Sigurgeirsson, Linda Sif Þorláksdóttir og Haukur Geirmundsson. Gestir: Bjarni Torfi Álfþórsson og Hjalti Ástbjartsson frá aðalstjórn Gróttu og Kristín Finnbogadóttir framkvæmdastjóri Gróttu.

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun Gróttu.

2. Málefni Selsins.

3. Önnur mál.

1. Gjaldkeri aðalstjórnar, Hjalti Ástbjartsson lagði fram áætlun deilda fyrir árið 2005. Fimm ára samningur Gróttu og ÆSÍS rennur út um nk. áramót. Samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að gerður verði nýr samningur til þriggja ára að fjárhæð 23.450.000. Mikil umræða var um starf og kosti íþróttafulltrúa fyrir félagið. Samþykkt að leggja til að aðalstjórn Gróttu verði gert kleift að ráða í hálfa stöðu íþróttafulltrúa frá og með næstu áramótum, sambærilegt við það sem Reykjavíkurborg hefur verið að gera fyrir sín félög. Gert er ráð fyrir þessum lið í tillögunni hér að ofan.

2. Rætt um þörf fyrir hljómsveitaraðstöðu. Samþykkt að fela Bjarna að gera ráðstafanir til þess að Selið fái til afnota geymsluherbergi sem áður tilheyrði bókasafni.

3. Engin.

Fundi slitið kl. 18.40.

Ásgerður Halldórsdóttir Sjöfn Þórðardóttir Árni Einarsson

(sign) (sign) (sign)

Nökkvi Gunnarsson Þór Sigurgeirsson

(sign) (sign)Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?