Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

15. desember 2017

405. (30.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 15. desember 2017 kl. 8:30 á Unnarbraut 19.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Ásgeir Bjarnason og Guðmundur Ari og Jóhann Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs. Rán Ólafsdóttir boðaði forföll.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080

    Formaður fór yfir niðurstöður úr útboði 11. desember og kostnaðaráætlun sem opnuð var við sama tækifæri. Hún hljóðaði uppá 659 milljónir. Farið verður yfir hvort tilboð eru gild og bæjarráð afgreiðir málið í framhaldinu.

  2. Breytingar á opnunartíma og gjaldskrá sundlaugar. Mnr. 2017060072.

    Sviðsstjóri fór yfir þá vinnu sem fram hefur farið í breytingu á vaktatöflu og nýja gjaldskrá sundlaugar. Opnunartímar sundlaugar verða eftir breytingu kl. 22:00 á virkum dögum og kl. 19:30 um helgar. Breytingin tekur gildi 1. mars.

  3. Aðgengi fatlaðra í sundlaug. Mnr. 2018010013

    Sviðsstjóri fór yfir könnun sem gerð var að Öryrkjabandalagi Íslands í sundlaugum víðs vegar um landið. Seltjarnarneslaug kom ágætlega út úr könnuninni, en unnið verður með ábendingar sem betur mega fara.

  4. Fjárhagsáætlun Gróttu. Mnr. 2016100040.

    Enn hefur ekki borist endanleg áætlun frá mfl. handknattleiksdeildar og þessum lið því frestað. Aðalstjórn Gróttu vinnur með handknattleiksdeild að úrlausn málsins, en styrkbeiðnir voru dregnar tilbaka af Gróttu á meðan.

  5. Íþróttamaður og kona Seltjarnarness 2017. Mnr. 2017120131

    Ákveðið að kjörið fari fram fimmtudaginn 25.janúar 2018. Ábendingar hafa verið auglýstar í Nesfréttum og bréf verða send á aðildarfélög innan bæjarins og sérsambanda ÍSÍ. Einnig verður auglýst eftir umsóknum vegna Afreksmannasjóðs Seltjarnarness.

  6. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130

    Launatölur lagðar fram og eru á áætlun.

  7. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081

    Staða tómstundastyrkja lögð fram.

  8. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 22017040132.

    Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.

  9. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
    Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

Formaður óskaði fundarmönnum og sviðstjóra gleðilegra jóla og þakkaði kærlega fyrir ánægjulegt samstarf á árinu og liðnum árum. Varaformaður fékk mikið hrós fyrir heimboðið og heimabakstur. Fundi slitið kl. 9:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?