Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

08. febrúar 2018

406. (31.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 8.febrúar kl. 8:15 í íþróttahúsinu.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Rán Ólafsdóttir og Jóhann Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs. Ásgeir Bjarnason boðaði forföll.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080

  Farið var yfir stöðu mála, framgang verksins og tímaáætlanir.

 2. Íþróttamaður og kona Seltjarnarness - Afreksmannasjóður.

  Mnr. 2017020005.

  Á síðasta ári var Afreksmannasjóður Seltjarnarness stofnaður og auglýst eftir umsóknum í fyrsta skipti sem átti að skila fyrir áramótin. Bætt var við reglur sjóðsins til að gera þeim sem skara framúr í hópíþróttum kleift að sækja um í sjóðinn. Fanney Hauksdóttir og Lovísa Thompson fengu úthlutun í ár, kr. 100.000,- hvor.

 3. Styrkbeiðni vegna ferðar til Tenerife. Mnr. 2017120134

  Samþykkt að veita meistaraflokki karla kr. 140 þúsund króna styrk vegna æfinga- og keppnisferðar liðsins í samræmi við reglur ÍTS.

 4. Styrkbeiðni vegna ferðar til Danmerkur. Mnr. 2018020078

  Samþykkt að veita 4.flokki karla í knattspyrnu vegna æfinga- og keppnisferðar liðsins í samræmi við reglur ÍTS.

 5. Styrkbeiðni vegna íþróttasjálfræðiráðgjafar. Mnr. 2018020082

  Samþykkt að veita Gróttu styrk að upphæð 25.000 kr. vegna fræðslufyrirlestra Hreiðars Haraldssonar, íþróttasálfræðiráðgjafa. ÍTS fagnar framtaki Gróttu með námskeiðinu.

 6. Styrkbeiðni vegna heimaleikja. Mnr. 2017120049

  Samþykkt að veita meistaraflokki karla kr. 100 þúsund og meistaraflokki kvenna 100 þúsund til að gera þeim kleift að bjóða Seltirningum frítt á mikilvæga leiki liðanna sem eru framundan eru.

 7. Viðhaldsmál í sundlaug. Mnr. 2018020079

  Vegna fyrirspurna var farið almennt yfir gang mála í viðhaldi sundlaugar. Fram kom hjá sviðsstjóra að víða væri pottur brotinn og mörg mál ókláruð í sundlauginni. Fram kom að nauðsynlegt sé fyrir þjónustumiðstöð bæjarins að fá utanaðkomandi aðstoð iðnaðarmanna við viðhald ef ekki næst að vinna úr fyrirliggjandi verkefnum. Eitt brýnasta verkefnið er að laga veggi við stiga úr sundlaug niður í búningsklefa í kjallara, þar sem leki hefur skemmt veggi. ÍTS óskar eftir því að það verkefni verði klárað fyrir sumarið.

 8. Þjálfarastyrkur – reglur. Mnr. 2018020081
  Farið var yfir reglur um styrkveitingar til þjálfara inna aðildarfélaga bæjarins sem vilja afla sér betri þekkingar sem kemur félögum innan bæjarins til góða. Þessir styrkir hafa staðið í stað til margra ára og ekki fylgt öðrum hækkunum. Ákveðið var að hækka styrki fyrir námskeið innanlands úr 15 þúsund í 25 þúsund og námskeið erlendis úr 30 þúsund í 50 þúsund.

 9. Rannsókn og greining. Mnr. 2018020080

  Nýr samningur R&G lagður fram til kynningar.

 10. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130

  Launatölur lagðar fram og eru á áætlun.

 11. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 2017090081

  Staða tómstundastyrkja lögð fram.

 12. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.

  Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.

 13. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 2016030068.
  Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

Fundi slitið kl. 9.30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?