410.(1.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 8. ágúst 2018 kl. 8:00 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Kristján Hilmir Baldursson, Lárus Gunnarsson, Helga Charlotte Reynisdóttir og Saga Ómarsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Jóhann Þór Gunnarsson.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála.
-
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Svíþjóðar. Mnr. 2018060085.
Samþykkt að veita Maríu Lovísu 30 þúsund króna styrk vegna ferðar U-16 í handbolta.
-
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Þýskalands og Króatíu. Mnr. 2018070145.
Samþykkt að veita Tuma Steini 60 þúsund króna styrk vegna tveggja keppisferða með U-18 í handbolta.
-
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Glasgow. Mnr. 02018080031.
Samþykkt að veita Sóleyju Guðmd. 30 þúsund króna styrk vegna EM í áhaldafimleikum. -
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Glasgow. Mnr. 2018080034.
Samþykkt að veita Laufeyju Birnu 30 þúsund króna styrk vegna EM í áhaldafimleikum.
-
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Svíþjóðar. Mnr. 2018080032.
Samþykkt að veita Sóleyju Gjuðmd.30 þúsund króna styrk vegna NM í áhaldafimleikum.
-
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Svíþjóðar. Mnr. 2018080034
Samþykkt að veita Laufeyju Birnu 30 þúsund króna styrk vegna NM í áhaldafimleikum.
-
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Finnlands. Mnr. 2018050275.
Samþykkt að veita Eygló Kristínu 30 þúsund króna styrk vegna NM U-18 í körfuknattleik.
-
Styrkumsókn vegna keppnisferðar til Makedóníu. Mnr. 2018050248.
Samþykkt að veita Sigvalda Eggerts 30 þúsund króna styrk vegna EM U-18 í körfuknattleik.
-
Styrkumsókn vegna keppðnisferðar til Finnlands. Mnr. 2018060075.
Samþykkt að veita Sigvalda 30 þúsund króna styrk vegna NM U-18 í körfuknattleik.
-
Styrkumsókn vegna ferðar til Eistlands. Mnr. 2018080020.
Ungmennaráð Seltjarnarness sækir um styrk vegna ungmennasamskipta við ungmenni í Eistlandi, kynnast þeirra starfsumhverfi og sameinast um hvernig megi virkja ungt fólk til þátttöku í samfélaginu. Samþykkt að veita ungmennaráðinu 250 þúsund króna styrk vegna verkefnisins. -
Fundatímar ÍTS.
Tillaga að fundatímum ÍTS samþykkt. Þeir verða 12.september, 7.nóvember og 12.desember 2018.
-
Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.
Launatölur lagðar fram. Launareikningurinn er kominn framyfir áætlun. Sviðsstjóri fór yfir ástæður þess.
-
Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.
Staða tómstundastyrkja lögð fram.
-
Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.
Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram.
-
Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
Fundi slitið kl. 9:00.