Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

19. september 2018

411.(2.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 19. september 2018 kl. 16:00 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Kristján Hilmir Baldursson, Lárus Gunnarsson, Helga Charlotte Reynisdóttir og Saga Ómarsdóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Kjör varaformanns íþrótta- og tómstundaráðs. Mnr. 2018090251.

  Kristján Hilmir Baldursson var samhljóma kjörinn varaformaður ÍTS.

 2. Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080

  Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála.

 3. Lækkun aldurs tómstundastyrkja niður í 5 ára. Mnr. 2018090252.

  Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:

  „Eitt af stefnumálum sjálfstæðismanna í bæjarstjórnarkosningunum í vor var að lækka aldur tómstundastyrkja úr 6 ára aldri niður í 5 ára aldur. Með þessu er komið til móts við stækkandi hóp barnafjölskyldna auk þess að vera í betra samræmi við yngri flokka starf Gróttu“. Tillagan samþykkt af öllum fulltrúum ÍTS.

 4. Hvernig geta íþróttafélög komið að lýðheilsu barna. Mnr. 2018090253.

  Ungmennafélag Kjalarnesþings hefur ákveðið að kalla fram lykilfólk á UMSK svæðinu til þess að ræða þessi mál og leita leiða hvernig íþróttafélögin geti komið að forvörnum og lýðheilsu barna og unglinga. Leitað var til Íþróttafélagsins Gróttu og Seltjarnarnesbæjar og óskað eftir að formaður félagsins og íþróttafulltrúi bæjarins kæmu að þessari vinnu. Nefndarmenn ÍTS fagna þátttöku Gróttu og Seltjarnarnesbæjar í þessu máli.

 5. Gjaldskrá sundlaugar. Mnr. 2018090250.
  ÍTS leggur til eftirfarandi breytingar:
  Hækka staka fullorðinsgjaldi í kr. 950.-
  Hækka 10 skipta fullorðinsgjaldi í kr. 4.800.-
  Hækka 10 skipta barnagjaldið í kr. 1.000.-
  Hækka árskort fullorðinna í kr. 33.000.-
  Hætta með 3ja og 6 mánaðakortin.
  Bæta inn 30 skipta korti með 1 árs tímatakmörkun á kr. 12.000.-

 6. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2017090200

  Launatölur lagðar fram. Launareikningur lagfærður samkvæmt nýrri vaktatöflu sundlaugar sem tók gildi 1.mars 2018.

 7. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.

  Staða tómstundastyrkja lögð fram.

 8. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.

  Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram.

 9. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
  Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

Fundi slitið kl. 17:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?