Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

07. nóvember 2018

412.(3.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 7. nóvember 2018 kl. 16:00 í íþróttahúsinu.

Mættir voru: Kristján Hilmir Baldursson, Guðrún Jónsdóttir, Lárus Gunnarsson, Helga Charlotte Reynisdóttir og Saga Ómarsdóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Styrkbeiðni vegna bæjarhátíðar. Mnr. 2018110016.

    ÍTS samþykkir beiðni knattspyrnudeildar um að bæjarbúum verði boðið frítt á leik mfl.karla vegna bæjarhátíðar. 200 þúsund króna styrkur samþykktur.

  2. Styrkbeiðni vegna keppnisferðar til USA. Mnr. 2018110018.

    Samþykkt að veita 30 þúsund króna styrk vegna golfmóts á Miami.

  3. Styrkbeiðni vegna keppnisferðar til Frakklands. Mnr. 2018110017.

    Samykkt að veita 30 þúsund króna styrk vegna móts U-17 í handknattleik í Frakklandi.

  4. Styrkbeiðni vegna keppnisferðar til Króatíu. Mnr. 2018110015.

    Samþykkt að veita 30 þúsund króna styrk vegna EHF cup í handknattleik í Króatíu.

  5. Heilsueflandi samfélag. Mnr. 2018090137.

    Sviðsstjóri sagði frá því að Seltjarnarnesbær hefði nýlega undirritað samning við Landlæknisembættið um að gerast Heilsueflandi samfélag og að bæjarstjóri hefði veitt sérstökum fána viðtöku af því tilefni.

  6. Aðgerðir vegna kynferðislegrar áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Mnr. 2018080589.
    Skýrsla starfshóps á vegum Menntamálaráðuneytisins lögð fram.

  7. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.

    Launatölur lagðar fram.

  8. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.

    Staða tómstundastyrkja lögð fram.

  9. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.

    Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram.

  10. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
    Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

Fundi slitið kl. 17:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?