Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

12. desember 2018

413.(4.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 16:15 í vallarhúsinu.

Mættir voru: Kristján Hilmir Baldursson, Guðrún Jónsdóttir, Lárus Gunnarsson, Helga Charlotte Reynisdóttir og Saga Ómarsdóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080.

    Sviðsstjóri sagði frá því að verktakar væru að vinna í nýrri tímaáætlun. Ljóst er að verklok dragast eitthvað miðað við fyrstu tímaáætlun.

  2. Styrkbeiðni vegna þjálfaranámskeiðs í Barcelona. Mnr. 2018120063.

    Samþykkt að veita 30 þúsund króna styrk vegna námskeiðisins.

  3. Styrkbeiðni vegna fyrirlestra. Mnr. 2018020082.

    ÍTS samþykkir 210 þúsund króna styrk. Með því vill ÍTS koma til móts við gott málefni fyrirlestranna sem voru sóttir af iðkendum, þjálfurum, stjórnarfólki og foreldrum um málefnið jákvæð samskipti sem eru mikilvægur þáttur í Heilsueflandi samfélagi sem er í samstarfsverkefni Seltjarnarnesbæjar og Landlæknisembættisins.

  4. Búningsaðstaða knattspyrnuhúss. Mnr. 2018120047 .

    Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem vinnu við fjárhagsáætlun 2019 er lokið.

  5. Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness Mnr. 2018120065

    Ákveðið hefur verið að kjörið fari fram 31.janúar n.k. í Félagsheimilinu kl. 17:00. Sviðsstjóri sagði frá undirbúningnum og fór yfir stöðu mála.

  6. Viðurkenningar fyrir félagsmálastörf. Mnr. 2018040156

    Tekin var fyrir beiðni skólanefndar um að viðurkenningar fyrir félagsmálastörf Selsins verði áfram afhentar á íþróttamannskjörinu, þrátt fyrir að starfsemi Selsins hafi flust yfir á fræðslusvið. Beiðnin samþykkt.

  7. Heilsueflandi samfélag. Mnr. 2018090137.

    Upplýst var að stýrihópur verkefnisins samanstendur af sviðsstjórum bæjarins ásamt fulltrúa frá heilsugæslunni. Fyrsti fundur stýrihópsins verður fljótlega eftir áramót.

    Sviðsstjóri óskar eftir því við nefndarmenn að þeir hugi að og komi jafnvel með tillögur að verkefnum sem falla undir heilsueflandi samfélag.

  8. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.

    Launatölur lagðar fram.

  9. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.

    Staða tómstundastyrkja lögð fram.

  10. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.

    Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram.

  11. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
    Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

Fundi slitið kl. 17:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?