414.(5.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn mánudaginn 21. janúar 2019 kl. 16:15 á bæjarskrifstofunni.
Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Kristján Hilmir Baldursson, Lárus Gunnarsson, Helga Charlotte Reynisdóttir og Saga Ómarsdóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
-
Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness Mnr. 2018120065
Nefndarmenn fóru yfir tilnefningar vegna kjörsins. Nefndarmenn voru sammála um valið á íþróttamanni Seltjarnarness 2018 og íþróttakonu Seltjarnarness 2018 sem kynnt verður í hófi af því tilefni í Félagsheimili Seltjarnarness 31. janúar 2019 kl. 17:00.
-
Afreksmannasjóður 2019.
Samþykkt að veita einum aðila afreksmannastyrk ÍTS samtals kr. 100 þúsund.
-
Fundatímar ÍTS. Mnr. 2019010267.
Tillaga formanns um fundatíma 2019 samþykkt og verður kynnt á heimasíðu bæjarins.
-
Styrkbeiðni vegna móts U-16 í Grikklandi. Mnr. 2019010265.
Samþykkt að veita 30 þúsund króna styrk vegna ferðarinnar.
-
Styrkbeiðni vegna móts U-17 í Frakklandi. Mnr. 2019010266.
Samþykkt að veita 30 þúsund króna styrk vegna ferðarinnar.
Fundi slitið kl. 17:10.