Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

28. júní 2019

417.(8.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 28. júní 2019 kl. 17:00 í íþróttahúsi.

Mættir voru: Sigríður Sigmarsdóttir, Kristján Hilmir Baldursson, Lárus Gunnarsson, Helga Charlotte Reynisdóttir og Saga Ómarsdóttir.

Áhreyrnarfulltrúi ungmennaráðs mætti ekki.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Fundur með knattspyrnudeild. Mnr. 2019090066.
    Formaður sagði frá fundi sem hún og sviðsstjóri áttu með fulltrúum knattspyrnudeildar vegna búningsklefa og þrengsla í Vallarhúsi. Niðurstaða fundar var að knattspyrnudeildin mun gera ítarlega þarfagreiningu á notkun.

  1. Vígsla íþróttahúss. Mnr. 2019090067.

    Formaður tilkynnti að vígsla íþróttahúss fer fram laugardaginn 14.september n.k. kl. 14 og bauð nefndinni á vígsluathöfnina sem er í undirbúningi.

  2. Styrkbeiðni vegna handboltamarka. Mnr. 2019090069.

    Unglingaráð handknattleiksdeildar Gróttu óskar eftir styrk til kaupa á 4 nýjum litlum mörkum til að nota í litla sal fyrir yngstu iðkendurna.

    ÍTS samþykkir 296 þúsund króna styrk vegna kaupanna.

  3. Styrkbeiðni vegna EM í bekkpressu í Lúxemborg. Mnr. 2019090070.

    Samþykkt að veita kr. 30 þúsund króna styrk til ferðarinnar.

  4. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.

    Launatölur lagðar fram.

  5. Ýmsir styrkir – staða Mnr. 20160030068.

    Staða tómstundastyrkja lögð fram.

  1. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.

    Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram.

Fundi slitið kl. 18:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?