Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

16. september 2020

422.(13.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 16. september kl. 8:15 á bæjarskrifstofu.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Saga Ómarsdóttir,

Forföll: Helga Charlotte Reynisdótti,

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Íþróttafélagið Grótta. Mnr. 20200090153.
    Kári Garðarsson framkvæmdastjóri mætti á fundinn og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna.
    Farið var vítt og breytt um málefni félagsins og deilda þess.

  2. Janusarverkefnið. Mnr. 20200020177.
    Íþróttafulltrúi fór yfir stöðu mála í Heilsueflingu 65+ sem er í undirbúningi með Janusi Guðlaugssyni.
    ÍTS leggur til að fresta verkefninu fram yfir áramót.

  3. Aðsókn sundlaugar. Mnr. 2017040132.
    Farið var yfir aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar.

  4. Staða málaflokks 06. Mnr. 201609130
    Íþróttafulltrúi fór yfir stöðu stæstu liða málaflokksins.

  5. Ýmsir styrkir. Mnr. 20160030068.
    Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.
    Ljóst er að styrkir til íþrótta og tómstundamála hafa dregist saman á undanförnum mánuðum vegna Covid. Styrkurinn var lækkaður á fjárhagsáætlun 2020 og var um tímabundna lækkun að ræða.

  6. Tómstundastyrkir ÍTS. Mnr. 2019110037.
    Farið var yfir stöðu tómstundastyrkja og hvort hægt er að einfalda afgreiðslu þeirra.

  7. Önnur mál.
    Rætt um hvort hægt sé að útbúa aðstöðu fyrir rafhjól barna sem sækja skóla og tómstundir. ÍTS vill minna á mikilvægi þess að hvetja börn og unglinga til þess að læsa hjólunum.

Fundi slitið kl. 9:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?