Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

24. nóvember 2020

424.(15.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 24. nóvember kl. 8:15. Fjarfundur.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Saga Ómarsdóttir og Stefanía Helga Sigurðardóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 1. Fjárhagsáætlun íþróttafélagsins Gróttu. Mnr.2020110190.
  Fjárhagsáætlun Gróttu lögð fram. Kom fram hjá nefndinni að óhætt sé að hafa áhyggjur af stöðu félagsins vegna Covid-ástandsins. Mikilvægt að gæta aðhalds í rekstrinum og að upplýsingaflæði sé gott.

 2. Staða fjárhagsáætlunar 2020 og áætlun 2021. Mnr. 2020110191.
  Farið var yfir stöðuna á málaflokknum og kom fram að áætlunin sem slík sé í jafnvægi í flestum liðum. Tekjuliður sundlaugar hefur ekki staðist áætlun sökum lokunar vegna Covid og umræða fór fram um launareikninginn.
  Viðhalds- og nýframkvæmdaáætlun hefur verið skilað inn vegna ársins 2021 og greinagerð vegna reksturs. Áætlunin er í vinnslu fjármálastjóra.

 3. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 2020110192.
  Farið yfir stöðu tómstundastyrkja.

 4. Kjör íþróttamanna Seltjarnarness 2020. Mnr. 2020110193.
  Undirbúningur kjörsins er í undirbúningi og áætlað að halda það í janúar. Hvernig framkvæmdin verður á sjálfu kjörinu ræðst af fjöldatakmörkunum vegna Covids.

 5. Styrkbeiðni Gróttu vegna hvatningamyndbanda. Mnr. 2020110194,
  Íþróttafulltrúa falið að leita frekari upplýsinga hjá Gróttu.

Fundi slitið kl. 9:35.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?