Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

02. febrúar 2021

425.(16.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 26. janúar 2021 kl. 8:15. Fjarfundur.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon Jónsson, og Guðmundur Ari Sigurjónsson.
Forföll : Áslaug Ragnarsdóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Kjör íþróttamanna Seltjarnarness 2020 í kvenna og karlaflokki. Mnr.
    Fimm tilnefningar voru sendar inn til íþrótta- og tómstundanefndar. Nefndin ákvað að velja Pálma Rafn Pálmason knattspyrnumann úr KR og Önnu Láru Davíðsdóttur handknattleikskonu úr Gróttu. ÍTS óskar þeim til hamingju með titlana.

  2. Styrkbeiðni Gróttu vegna hvatningarmyndbanda. Mnr. 2020110194.
    Kallað var eftir nánari upplýsingum frá Gróttu og í ljósi þeirra samþykkti ÍTS að styrkja verkefnið um kr. 200 þúsund með því skilyrði að myndböndin nýttust einnig í starf Grunnskóla Seltjarnarness og og félagsmiðstöðvarinnar Selsins.

  3. Styrkbeiðni Gróttu vegna áhrifa Coronuveirunnar á starf félagsins. Mnr. 2020100181.
    Lagt er fram bréf aðalstjórnar Gróttu vegnna beiðni um fjárhagsstyrk vegna Covid-19 faraldursins og áhrifanna á tekjuöflun félagsins.

    ÍTS vill upplýsa að Mennta- og menningarmálaráðuneytið hyggst fara í umfangsmiklar stuðningsaðgerðir við íþróttastarf á landinu.
    Ríkisstjórnin samþykkti á fundi 30.október 2020 að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélög landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid – 19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. Í aðgerðum stjórnvalda verður stefnt að því að útvíkka úrræði Vinnumálastofnunar þannig að tryggt verði að í þeim tilvikum sem íþróttafélagi eða samstarfsaðilum ÍSÍ er gert að láta af starfsemi sinni vegna sóttvarna geti félagið sótt um styrki vegna launagreiðslna til starfsmanna sem ekki geta sinnt starfi sínu á því tímabili sem sóttvarnaraaðgerðir standa yfir. Gert er ráð fyrir því að styrkirnir nemi sömu fjárhæðum og kveðið er á um í lögum um sóttkvíagreiðslur.


Fundi slitið kl. 9:45.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?