Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

28. maí 2021

427.(18.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn föstudaginn 28.maí 2021 kl. 8:15.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Áslaug Ragnarsdóttir.

Forföll: Stefanía Helga Sigurðardóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson. 


 1. Heilsuefling 65+ Janusarverkefnið. Mnr. 2021040134.
  Kynningarfundur var haldinn miðvikudaginn 26.maí og mættu um 50 manns og rúmlega 40 skráðu sig strax í verkefnið. Hafist verður handa með mælingar mánudaginn 31.maí og æfingar hefjast mánudaginn 7.júní. Um 100 manns hafa skráð sig á Facebook síðu verkefnisins og fengið senda fræðslupistla og æfingar til að gera heima. Miðað er við 3 æfingar í viku með leiðbeinanda og mun verkefnið standa í 2 ár. Mjög faglega er staðið að öllu verkefninu og eftirfylgni með mælingum á ýmsum þáttum fylgt eftir reglulega. ÍTS fagnar þátttöku bæjarins í verkefninu með fullvissu að þetta skilar sér í betri heilsu hjá þessum aldurshópi og miklu forvarnargildi. 

 2. Styrkbeiðni frá aðalstjórn Gróttu. Mnr. 2021050231.
  Í gildi er rekstrarsamningur Seltjarnarnesbæjar og Gróttu og ætti þetta verkefni að falla þar undir. ÍTS getur ekki orðið við erindinu enda falla upphæðir beiðninnar ekki að fjárhagsramma nefndarinnar.

 3. Styrkbeiðni frá handknd. Kríunnar. Mnr. 2021050232.
  Samþykkt að veita handknattleiksdeild Kríunnar kr. 350 þúsund króna styrk.

 4. Styrkbeiðni vegna Qigong leikfimi. Mnr. 2021050233.
  Í ljósi þess að verið er að hefja Janusarverkefnið Heilsuefling 65+ um þessar mundir sér ÍTS sér ekki fært að samþykkja fjárstuðning við verkefnið Qigong.

 5. Sameiginlegt sundkort á höfuðborgarsvæðinu. Mnr. 2021050234.
  Íþróttafulltrúa falið að vinna málið áfram og kynna á næsta fundi ÍTS.

 6. Framkoma stuðningsmanna Gróttu. Mnr. 2021050235.
  Vísað er í umfjöllun fjölmiðla um heimaleik Gróttu í handbolta við ÍR í mfl. kvenna nýverið þar sem að leikmaður aðkomuliðsins hefur í frammi þungar ásakanir um framferði áhorfenda, einelti og fordóma á meðan á leik stóð. Mikilvægt er að íþróttafélagið Grótta og deildir þess fylgi eftir samþykktum aðgerðaráætlunum sínum gegn ofbeldi og einelti sem fyrirmyndar íþróttafélag. Gildir þá einu hvort um er að ræða leikmenn, forystumenn, þjálfara eða áhorfendur á heimaleikjum félagsins. Stefna Seltjarnarnesbæjar er skýr þegar kemur að einelti og fordómum og mikilvægt að íþróttafélög innan sveitarfélagsins sinni skyldu sinni og vinni markvisst gegn hvers konar einelti eða ofbeldi, innan vallar sem utan og skoði að setja áhorfendur í bann á heimaleikjum deilda félagsins verði þeir uppvísir að framkomu sem brýtur í bága við samþykktir og eðlilega framkomu.


Fundi slitið kl.9:15.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?