Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

02. nóvember 2021

429.(20.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 2.nóv. 2021 kl. 8:15 í Gróttusalnum.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Hákon Jónsson, Dagbjört Snjólaug Oddstóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Áslaug Ragnarsdóttir.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Fjárhagsáætlanir Gróttu.  Mnr. 2021110002.
    Fjárhagsáætlanir deilda, aðalstjórnar og íþróttamannvirkja lagðar fram.

    Það er vilji nefndarmanna að fá framkvæmdastjóra félgsins á næsta fund til að ræða framlagðar áætlanir og málefni félagsins í heild.

  1. Styrkbeiðni frá hknd. Gróttu.  Mnr. 2021110003.
    Handknattleiksdeildin óskar eftir viðbótarstyrk við núverandi þjónustusamning Seltjarnarnesbæjar og Gróttu vegna ákvörðunar félagsins um að tefla fram tveimur liðum í meistaraflokki karla í handknattleik á yfirstandandi tímabili.
    ÍTS vill benda handknattleiksdeildinni á að undir venjulegum kringumstæðum hefði afgreiðsla slíkrar fyrirspurnar beðið eftir að nýr þjónustusamningur yrði gerður, en vegna svigrúms í styrkjalið samþykkir ÍTS 300 þúsund króna eingreiðslu vegna verkefnisins.

  1. Styrkbeiðni frá knspd. Gróttu.  Mnr. 2021110004.
    Styrkbeiðnin fellur undir reglur ÍTS um þjálfarastyrki innanlands og samþykkir ÍTS 15 þúsund króna styrki til Péturs Rögnvaldssonar og Arnars Axelssonar.

  1. Styrkbeiðni frá knspd.Gróttu vegna tjaldaleigu.  Mnr. 2021110008.
    Samþykkt að veita knattspyrnudeild Gróttu 500 þúsund króna styrk.

  1. Styrkbeiðni frá íþróttafélaginu Ösp.  Mnr. 2021110005.
    Samþykkt að veita félaginu kr. 150 þúsund króna styrk.

  1. Styrkbeiðni vegna ferðar U-18. 2021110006.
    Styrkbeiðnin fellur undir reglur ÍTS um landsliðsstyrki og samþykkir 30 þúsund króna ferðastyrk til Hildar Sigurðardóttur.

  1. Styrkbeiðni vegna ferðar U-17.  2021110007.
    Styrkbeiðnin fellur undir reglur ÍTS um landsliðsstyrki og samþykkir 30 þúsund króna ferðastyrk til Katrínu Önnu Ásmundsdóttur.

 

Fundi slitið kl.9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?