429.(20.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 2.nóv. 2021 kl. 8:15 í Gróttusalnum.
Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Hákon Jónsson, Dagbjört Snjólaug Oddstóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Áslaug Ragnarsdóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.
- Fjárhagsáætlanir Gróttu. Mnr. 2021110002.
Fjárhagsáætlanir deilda, aðalstjórnar og íþróttamannvirkja lagðar fram.
Það er vilji nefndarmanna að fá framkvæmdastjóra félgsins á næsta fund til að ræða framlagðar áætlanir og málefni félagsins í heild.
- Styrkbeiðni frá hknd. Gróttu. Mnr. 2021110003.
Handknattleiksdeildin óskar eftir viðbótarstyrk við núverandi þjónustusamning Seltjarnarnesbæjar og Gróttu vegna ákvörðunar félagsins um að tefla fram tveimur liðum í meistaraflokki karla í handknattleik á yfirstandandi tímabili.
ÍTS vill benda handknattleiksdeildinni á að undir venjulegum kringumstæðum hefði afgreiðsla slíkrar fyrirspurnar beðið eftir að nýr þjónustusamningur yrði gerður, en vegna svigrúms í styrkjalið samþykkir ÍTS 300 þúsund króna eingreiðslu vegna verkefnisins.
- Styrkbeiðni frá knspd. Gróttu. Mnr. 2021110004.
Styrkbeiðnin fellur undir reglur ÍTS um þjálfarastyrki innanlands og samþykkir ÍTS 15 þúsund króna styrki til Péturs Rögnvaldssonar og Arnars Axelssonar.
- Styrkbeiðni frá knspd.Gróttu vegna tjaldaleigu. Mnr. 2021110008.
Samþykkt að veita knattspyrnudeild Gróttu 500 þúsund króna styrk.
- Styrkbeiðni frá íþróttafélaginu Ösp. Mnr. 2021110005.
Samþykkt að veita félaginu kr. 150 þúsund króna styrk.
- Styrkbeiðni vegna ferðar U-18. 2021110006.
Styrkbeiðnin fellur undir reglur ÍTS um landsliðsstyrki og samþykkir 30 þúsund króna ferðastyrk til Hildar Sigurðardóttur.
- Styrkbeiðni vegna ferðar U-17. 2021110007.
Styrkbeiðnin fellur undir reglur ÍTS um landsliðsstyrki og samþykkir 30 þúsund króna ferðastyrk til Katrínu Önnu Ásmundsdóttur.
Fundi slitið kl.9:15.