Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

20. janúar 2022

431.(22.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 20.janúar 2022 kl. 8:15. Teamsfundur. 

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Hákon Jónsson, Dagbjört Snjólaug Oddstóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Áslaug Ragnarsdóttir. 

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.


1. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness í kvenna og karlaflokki 2021. Mnr. 2021120141

Farið var yfir tilnefningar frá aðildarfélögum og annarra. Ljóst er að framkvæmd þessa viðburðar verður með öðru sniði en venjulega sökum Covid. Niðurstaðan var að Íþróttamaður í kvennaflokki fyrir árið 2021 er Matthildur Óskarsdóttir kraftlyftingakona og í karlaflokki er Sigvaldi Eggertsson körfuknattleiksmaður. 


2. Styrkbeiðni afreksmannasjóðs. Mnr. 2022010251

Samþykkt að veita Bríeti Kristý Gunnarsdóttur kr. 100 þúsund í afreksmannastyrk. 


3. Styrkbeiðni vegna þjálfaranámskeiðs. Mnr. 2022010314

Samþykkt að veita Kára Garðarssyni kr. 15 þúsund í þjálfarastyrk. 


4. Styrkbeiðni vegna U-18 í handknattleik. Mnr. 2022010315 

Samþykkt að veita Hildi Sigurðardóttur kr. 30 þúsund í landsliðsstyrk. 


5. Tómstundastyrkir 2021. Mnr. 2022010316 

Umsóknum og skiptingu tómstundastykja 2021 lögð fram. 


6. Sundlaug – aðsókn og tekjur 2021. Mnr. 2022010317

Farið yfir aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar fyrir árið 2021. 


Fundi slitið kl.9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?