Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

31. ágúst 2022

435.(2.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 31.ágúst kl. 8:15 í Gróttusalnum.

Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Áslaug Ragnarsdóttir og Ólafur Finnbogason.

Forföll: Guðmundur Gunnlaugsson

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.


1.  2022080279 - Fundaraðstaða ÍTS.

Vettvangsskoðun í nýja fundaraðstöðu ÍTS sem mun verða þar sem barnagæsla World Class var áður.


2. 2022080280 - Endurnýjun á gervigrasi.

Tekin var fyrir ósk knattspyrnudeildar um endurnýjun á gervigrasi á Vivaldi velli. Að mati knattspyrnudeildar er völlurinn slysagildra vegna lélegs viðhalds undanfarin ár. Völlurinn fékk nýja FIFa vottun nú í sumar og talinn vera í góðu ásigkomulagi miðað við aldur.

ÍTS mælist til þess að sest verði niður með seljanda, sem sér einnig um viðhald vallarins og farið verði yfir hver raunveruleg staða er og hvað verði gert í framhaldinu.


3. 20252060125 - Tæki í styrktarsal Gróttu.

Tækjasalurinn hefur verið rekinn af einkaaðila undanfarin ár sem keypti sjáfur tæki inn í salinn að hluta til. Nú er hann að hætta og býður Gróttu tækin til kaups. Búið er að ráða annan aðila til þess að reka salinn að hluta til.

Að mati ÍTS verður áfram sama rekstrarform á salnum og hafnar því að kaupa ný tæki inn í sal sem rekinn er af einkaaðila.


4. 2022080286 - Styrkbeiðni vegna kaupa á handboltamörkum.

ÍTS samþykkir kaup á tveimur keppnismörkum en óskar eftir því að félagið fái verð frá öðrum söluaðilum til viðmiðunar. ÍTS leggur til að gert verði ráð fyrir æfingamörkum í næstu fjárhagsáætlun.

Í ljósi liða 2-4 í þessari fundargerð mælist ÍTS til þess að stjórnir Gróttu geri áætlanir lengra fram í tímann með kaup á tækjum eða annars kostnaðar sem óskað er eftir við bæinn fyrir utan gildandi rekstrarsamning. Á þetta hefur verið bent ítrekað.


5. 2022060153 - Styrkbeiðni frá fimleikadeild.

Á síðasta fundi ÍTS samþykkti ÍTS styrkbeiðni fimleikadeildar vegna keppnisferða meistaraflokka deildarinnar. Samþykkt var í fundargerð kr. 240 þúsund en átti að vera kr. 280 þúsund. Því á eftir að greiða fimleikadeildinni kr. 40 þúsund.


6. 2022060151 - Hreyfigarður – útiæfingatæki.

ÍTS hefur áhuga á að kanna áfram með uppsetningu á æfingatækjum og hvar þau verði staðsett.


7. 2022060152 - Gönguskíðabraut á Seltjarnarnesi.

Rætt var um gerð gönguskíðabrauta innan bæjarins. Rætt var við framkvæmdastjóra Golfklúbbsins sem tók vel í að leyfa aðgengi á golfvöllinn. Eins eru önnur áhugaveð svæði til á Seltjarnarnesi.

Ákveðið var að kaupa sleða á kr. 100 þúsund til að gera gönguskíðabraut.


8. 2022060149 - BeActive heilsuvika. 

Búið er að ræða við Gróttu, golfklúbb og sunddeild KR um að kynna starfsemi félaganna og jafnvel halda opnar æfingar fyrir þá sem vilja. Sundlaugin verður með frítt í sund í einn dag og stefnt er að því að fá Trimmklúbbinn og Janus heilsueflingu til samstarfs einnig. ÍTS mun standa straum af að auglýsa viðburðina.


 9. 2022080281 - Styrkbeiðni vegna EM í kraftlyftingum.

Samþykkt að veita Matthildi Óskarsdóttur kr. 30 þúsund í styrk vegna þátttöku hennar á EM í bekkpressu.
Þess skal geta að Matthildur varð evrópumeistari í sínum þyngdarflokki unglinga.


10. 2022080282 - Styrkbeiðni vegna æfinga- og keppnisferðar í golfi.

Samþykkt að veita Inga Þór Ólafssyni kr. 30 þúsund vegna ferðarinnar.


11. 2022080283Styrkbeiðni vegna æfinga- og keppnisferðar U-16 til Akureyrar.

Samþykkt að veita Antonie Óskari Pantano kr. 17.500 vegna ferðarinnar.


Fundi slitið kl.10.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?