Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

13. október 2022

436.(3.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 13.október kl. 8:15 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson og Ólafur Finnbogason.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.


1. 2022100089 - Fjárhagsáætlun sundlaugar 2023

Farið var yfir áætlun málaflokks 06.


2. 2022100090 - Styrkbeiðni vegna markatöflu í handboltasal

Markataflan er komin til ára sinna og hefur verið að bila í miðjum leikjum þannig að ekki er við unað. Grótta hefur fengið tilmæli frá HSÍ um að gera bragarbót á þessu svo ekki þurfi að færa heimaleiki í annað íþróttahús.

ÍTS mælir með að ráðist verði strax í að panta nýjar markatöflur.


3. 2022080286 - Styrkbeiðni vegna kaupa á handboltamörkum

ÍTS samþykkir kaup á keppnismörkum og því hægt að ganga frá þeirri pöntun. ÍTS samþykkir einnig kaup á æfingamörkum með fyrirvara um að það verði samþykkt í áætlun 2023.


4. 2022100091 - Styrkbeiðni vegna Spánarferðar 4.fl.ka í knattspyrnu

Samþykkt að styrkja flokkinn um kr. 140 þúsund vegna ferðarinnar samkvæmt úthlutunarreglum ÍTS.


5. 2022100092 - Aðsóknar og tekjutölur sundlaugar

Farið yfir aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar.


6. 2022100093 - Styrkir ÍTS – staða

Farið var yfir stöðuna á styrkjum málaflokksins.


7. 2022100122 - Sérstakur frístundastyrkur

Umræða fór fram um sértæk úrræði fyrir tekjulágar barnafjölskyldur á Seltjarnarnesi sem hugsanlega hafa ekki ráð á að senda börn sín í tómstundastarf.

ÍTS mælist til að skoða málið með fjölskyldunefnd.


Fundi slitið kl.9:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?