Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

438. fundur 18. janúar 2023

438. fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn í fundarherbergi íþróttahússins miðvikudaginn 18. janúar 2023 kl. 08:15.

Fundinn sátu: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson og Ólafur Finnbogason. 
Starfsmaður: Haukur Geirmundsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Haukur Geirmundsson

Dagskrá:

1. 2023010252 - Kjör Íþróttafólks Seltjarnarness 2022 í kvenna og karlaflokki

Íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness gengst fyrir útnefningu á íþróttamanni og íþróttakonu Seltjarnarness ár hvert. Við val á íþróttafólki fyrir árið 2022 lágu fyrir 7 tilnefningar frá ýmsum aðilum.

Fyrir valinu urðu Matthildur Óskarsdóttir kraftlyftingakona úr Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur sem er að fá viðurkenninguna í annað sinn og Ingi Þór Olafson golfari úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. ÍTS óskar þeim innilega til hamingju.

Íþróttamaður og íþróttakona Seltjarnarness fá farandbikar og peningastyrk að upphæð kr. 100.000.- sem er ætlaður sem hvatning til enn betri afreka í framtíðinni. Viðurkenningar vegna kjörsins verða veittar fimmtudaginn 26. janúar n.k.

2. 2023010253 - Umsóknir úr afreksmannasjóði ÍTS

 Markmið Seltjarnarnesbæjar er að styðja enn frekar við afreksíþróttamenn á Seltjarnarnesi með því að styrkja einstaklinga og hópa sem skara fram úr í íþróttagrein sinni á lands- eða heimsvísu. Tvær umsóknir um styrki úr afreksmanna sjóði ÍTS bárust.

Umsókn Matthildar Óskarsdóttur var samþykkt og fær hún 100 þúsund krónur í styrk.

Aðrar umsóknir fellu ekki innan viðmiðunarmarka úthlutunarreglna ÍTS

 3. 2023010254 - Styrkumsókn handknattleiksdeildar Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu óskar eftir styrk vegna reksturs ungmennaliðs deildarinnar sem leikur í 2.deild í meistaraflokks. Markmiðið með ungmannaliði Gróttu er að gefa ungum leikmönnum félagsins tækifæri til að spila í meistaraflokki fyrr en ella.

ÍTS frestar afgreiðslu til næsta fundar ÍTS.

 

Fundi slitið kl. 9:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?