Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

439. fundur 23. mars 2023

439.(6.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 23.mars 2023 kl. 8:15 í sundlauginni.

Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson og Ólafur Finnbogason.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

1. 2022030175 - Sjósund á Seltjarnarnesi

Margrét Leifsdóttir kynnti hönnun og kostnaðaráætlun á sjásundsskýli á fundi ÍTS í marsmánuði 2022 og í framhaldinu fékk málið umfjöllun í skipulagsnefnd og umhverfisnefnd.
ÍTS hvetur til áframhaldandi umræðu um verkefnið.

2. 2022110243 - Styrkbeiðni – Grótta knattspyrnudeild

Knattspyrnudeild hefur bent á slæmt ástand marka á gervigrasvelli og óskað eftir að bærinn kaupi ný mörk svo hægt sé að halda úti eðlilegu starfi næstkomandi sumar. Þjónustumiðstöð hefur lagfært nokkur mörk og skipt út netum, en eftir stendur að kaupa þarf 3 ný mörk sem kosta kr. 860 þúsund.

ÍTS sendir þá beiðni til bæjarráðs til afgreiðslu.

3. 2022110246 - Samstarfssamningar Gróttu og Golfklúbb Ness

Samningarnir runnu út um síðustu áramót.

ÍTS hvetur til þess að gengið verði frá endurnýjuðum samningum sem fyrst.

4. 2023030161 - Endurskoðun á styrkjareglum ÍTS

Umræða fór fram um reglur ÍTS og ákveðið að halda áfram með þá umræðu.

5. 2023030161 - Fjölþætt heilsuefling 65+ 

Verkefnið hefur verið gangandi í tæp tvö ár og mikil ánægja með það í alla staði. Drög að nýjum samningi er nú í skoðun.

Hvetur ÍTS til áframhaldandi samstarfs með þetta frábæra starf.

Fundi slitið kl.9:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?