Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

441. fundur 12. september 2023

441. (8.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 12. september 2023 kl. 8:15 í sundlauginni.

Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson og Ólafur Finnbogason.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

1. 2023060101 - Fyrirspurn um handrið til að bæta öryggi fyrir sjósundsiðkendur. 

Farið var í vettvangsskoðun með sérfræðingum þjónustumiðstöðvar og niðurstaðan var að kjarnabora galvaniseruð vatnsrör í staðbundna kletta og leggja 8-10 metra langt handrið til stuðnings fyrir sjósundsfólkið. ÍTS óskar eftir umsögn umhverfisnefndar.

2. 2023060103 - Kajakaðstaða á Seltjarnarnesi. 

Guðmundur Gunnlaugsson kynnti hugmyndir Kajakfélagsins á fundinum. ÍTS komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að verða við þeirra óskum. ÍTS bendir á að kanna hvort hægt sé að koma aðstöðunni inni í slysavarnaskýlið eða í gám við suðurgaflinn.

3. 2023060102 - Innrauð sauna í sundlaug. 

Guðmundur Helgi kynnti útfærslu á innrauðum saunum sem njóta mikilla vinsælda í sundlaugum og víðar. ÍTS tekur vel í hugmyndina og athuga má með gamla kennaraherbergið fyrir klefann. Íþróttafulltrúa falið að kynna málið í kringum fjárhagsáætlun 2024.

4. 2023090136 - BeActive – Íþróttavika Evrópu. 

Íþróttafulltrúi sagði frá undirbúningi að Íþróttaviku Evrópu sem haldin verður dagana 25.-30.september. Verið er að vinna dagskrána sem verður klár nú í vikunni. Janus Heilsuefling, Nesklúbburinn NK-golf, Grótta og hugsanlega fleiri koma að dagskránni með fyrirlestrum, vinaviku, opnum æfingum og heilsufarsmælingum. Eins verður frítt í sundlaugina einhvern þessara daga. Vikan er haldin til að hvetja fólk til að hreyfa sig sem er einn mikilvægasti og besti forvarnarþátturinn í betri heilsu og velllíðan.

5. 2022100092 - Aðsóknar og tekjutölur sundlaugar kynntar. 

Íþróttafulltrúi fór yfir aðskóknar og tekjutölur sundlaugar. Þar kom fram að aðsókn hefur aukist um 8% miðað við sama tíma og í fyrra og 18% aukning á tekjuhlið sundlaugar.

Íþróttafulltrúi sagði einnig frá því að skipt yrði um stýrikerfi sundlaugar á næstu vikum og þá þyrfti líklega að loka lauginni í um vikutíma. Einnig kom fram að komið væri að mörgum viðhaldsþáttum sundlaugar. Mikilvægt að þetta fallega mannvirki drabbist ekki niður í viðhaldsleysi.

Fundi slitið kl.9:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?