Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

443. fundur 30. janúar 2024 kl. 08:15

443. (10.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn þriðjudaginn 30 .janúar 2024 kl. 8:15 í sundlauginni.

Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Guðmundur Gunnlaugsson og Ólafur Finnbogason.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

Dagskrá:

 1. 2023120057 - Kjör íþróttamanns og konu Seltjarnarness 2023. 

Farið var yfir tilnefningar og fyrir valinu með samhljóma samþykkt nefndarmanna urðu Auður Anna Þorbjarnardóttir fimleikakona og Ingi Þór Ólafson golfari.

Auður Anna Þorbjarnardóttir er einn allra efnilegasti iðkandi fimleikadeildar Gróttu. Hún var í bikarliði Gróttu í frjálsum æfingum og náði góðum árangri í unglingaflokki á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum bæði í fjölþraut, stökki, slá og gólfi. Hún vann til verðlauna þar sem og á mótum Fimleikasambands Íslands. Auður var valin í úrvalshóp Fimleikasambands Íslands og keppti með unglingalandsliði Íslands á Norðurlandamóti unglinga og náði þar góðum árangri.

Ingi Þór Ólafson er afrekskylfingur og er talinn vera einn af efnilegustu kylfingum landsins. Ingi er með +3,4 í forgjöf. Ingi Þór tók þátt í GSÍ mótaröðinni ásamt því að taka þátt í tveimur erlendum mótum. Ingi Þór varð Íslandsmeistari golfklúbba 2023, 1. deild með Golfklúbbi Mosfellsbæjar og lenti í 4. sæti á Íslandsmótinu í höggleik. Ingi hefur keppt á GSÍ mótaröðinni síðustu fjögur árin með góðum árangri. Ingi endaði í 8. sæti á stigalista mótaraðarinnar árið 2023.

Íþróttafulltrúi vék af fundi við umfjöllun nefndarinnar, vegna tengsla.

Kjörið fer fram fimmtudaginn 8.febrúar n.k.

2. 202401485 - Umsókn um afreksmannastyrk. 

Samþykkt að veita Inga Þór Ólafson kr. 100 þúsund króna styrk sbr. i lið í úthlutunarreglum um styrki til afreksmanna.

Afreksíþróttamaður sem hefur skarað ótvírætt fram úr í sinni íþróttagrein á lands- eða heimsvísu og verið burðarstólpi í sínu félagi.

3. 2024010486 - Umsókn um afreksmannastyrk. 

Styrkbeiðni frá Tómasi Johannessen er hafnað, þar sem umsóknin féll ekki að úthlutunarreglum um styrki til afreksmanna.

4. 2024010487 - Styrkbeiðni frá knattspyrnudeild. 

Samþykkt að veita 55 þúsund króna styrk til mfl. kvenna vegna æfinga- og keppnisferðar til Spánar.

5. 2024010108 - Umsókn um afreksmannastyrk. 

Samþykkt að veita Aðalsteini Karli Björnssyni kr. 100 þúsund króna styrk sbr. i lið í úthlutunarreglum um styrki til afreksmanna.

Afreksíþróttamaður sem hefur skarað ótvírætt fram úr í sinni íþróttagrein á lands- eða heimsvísu og verið burðarstólpi í sínu félagi.

 

Fundi slitið kl.9:10.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?