449. (16.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn föstudaginn 23. apríl 2025 kl. 8:15 í sundlauginni.
Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir og Ólafur Finnbogason.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi.
Dagskrá:
1. Mnr. 2025040126 – Samningur Seltjarnarnesbæjar og Trimmklúbbs Seltjarnarness (TKS).
Endurnýjaður samningur lagður fram.
Samningurinn samþykktur.
2. Mnr. 2025040127 – Endurskoðun styrkjareglna ÍTS.
Styrkjareglur ÍTS ræddar.
Ákveðið að yfirfara styrkjareglur ÍTS nánar með endurnýjun í huga.
3. Mnr. 2025040129 – Styrkumsókn.
Styrkumsókn frá Knattspyrnufélaginu Kríu lögð fram.
Samþykkt að greiða Kríu knattspyrnudeild kr. 350 þúsund.
4. Mnr. 2025040128 - Styrkumsókn.
Styrkumsókn frá handknattleiksdeild Gróttu vegna ungmennaliðs lögð fram.
ÍTS óskar eftir nánari útskýringum á starfsemi ungmennaliðsins.
5. Mnr. 2025040131 - Styrkumsókn.
Styrkumsókn frá handknattleiksdeild Gróttu vegna ferðar 4.og 5.flokka pilta og stúlkna á Partille Cup lögð fram.
Samþykkt að veita handknattleikdsdeild Gróttu kr. 560 þúsund.
6. Mnr. 2025040130 - Styrkumsókn.
Styrkumsókn frá knattspyrnudeild Gróttu vegna æfingaferðar meistaraflokka karla og kvenna til Spánar.
Samþykkt að veita knattspyrnudeild Gróttu kr. 280 þúsund.
7. Mnr. 2025040132 – Styrkumsókn.
Styrkumsókn frá Kristrúnu Guðnadóttur vegna ferðar hennar með skíðalandsliði Íslands á HM í Noregi.
Samþykkt að veita Kristrúnu Guðnadóttur kr. 30 þúsund króna styrk.
8. Mnr. 2025040133 - Styrkumsókn.
Styrkumsókn frá Nesklúbbnum vegna æfingaferðar meistaraflokka og unglingaflokka til Portúgals.
Samþykkt að veita Nesklúbbnum kr. 280 þúsund króna styrk.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 9:15.