450. (17.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 5. júní 2025 kl. 8:15 í sundlauginni.
Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Ólafur Finnbogason og Guðmundur Gunnlaugsson.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi.
Dagskrá:
1. Mnr. 2025060066 – Styrkbeiðni vegna landsliðsferða í hjólreiðum.
Bríet Kristý Gunnarsdóttir sækir um tvo ferðastyrki vegna Smáþjóðaleikana 2025. Annars vegar undirbúningsferð til Sviss og hins vegar til Andorra þar sem Smáþjóðaleikarnir voru haldnir.
Samþykkt að greiða henni kr. 60 þúsund króna styrk.
2. Mnr. 2025050200 – Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar í frjálsum íþróttum.
Eir Chang sækir um ferðastyrk vegna Smáþjóðaleikana 2025 í Andorra.
Samþykkt að greiða henni kr. 30 þúsund króna styrk.
3. Mnr. 2025040128 – Styrkumsókn vegna ungmennaliðs Gróttu í handknattleik.
Handknattleiksdeild Gróttu heldur úti ungmennaliði sem leikur í 2.deild ásamt Olísdeildarliðinu í karlaflokki. Í ungmennaliðinu fá yngri leikmenn Gróttu tækifæri á að leika í meistaraflokki til undirbúnings fyrir að leika með aðalliðinu í Olísdeildinni.
Samþykkt að greiða kr. 350 þúsund til handknattleikdsdeildar.
4. Mnr. 2025060067 - Upplýsingar um framkvæmdir á knattspyrnuvelli.
Óskað var eftir upplýsingum um framkvæmdir á gervigrasvellinum.
Gögnin lögð fram.
5. Mnr. 2025060068 – Opnunartími sundlaugar.
Í umræðunni undanfarið hefur verið rætt um að fækka rekstrarstundum í sundlauginni til sparnaðar. Íþróttafulltrúi hefur komið með nokkrar tillögur í þeim efnum.
Íþróttafulltrúi hefur lagt til ákveðnar leiðir í þeim efnum sem á eftir að taka ákvarðanir um.
6. Mnr. 2025060069 – Skýrsla Heilbrigðiseftirlitsins vegna sundlaugar.
Óskað var eftir að farið yrði yfir skýrslu Heilbrigðiseftirlitsins vegna sundlaugar.
Skýrsla dagsett 21.maí 2025 var lögð fram og það helsta voru lekavandamál í kjallaragangi við búningsklefa World Class sem hefur verið í vinnslu í nokkur ár. Brýnt er að komið verði endanlega í veg fyrir þennan leka áður en myglu verður vart.
7. Mnr. 2025060070 – Viðhalds- og nýframkvæmdaáætlun sundlaugar 20258.
Óskað var eftir viðhaldsáætlun sundlaugar yrði lögð fram.
Skýrslan var lögð fram og rædd.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 9:15.