451. (18.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 25. september 2025 kl. 8:15 í fundarherbergi sundlaugar.
Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir, Ólafur Finnbogason og Guðmundur Gunnlaugsson.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi.
Dagskrá:
1. Mnr. 2025100139 – Erindi frá Skáksambandi Íslands.
Skáksamband Íslands óskar eftir að fá að halda Íslandsmótið 2026 á Seltjarnarnesi.
ÍTS tekur vel í erindið. Mótið var haldið í Valhúsaskóla fyrir 10 árum og tókst afar vel. Íþróttafulltrúa falið að hafa samband við fulltrúa Skáksambandsins og fá nánari upplýsingar.
2. Mnr. 2025090316 – Styrkbeiðni vegna æfingaferðar til Tenerife.
Styrkbeiðni handknattleiksdeildar vegna æfinga- og keppnisferðar mfl.kvenna til Tenerife.
Samþykkt að veita mfl.kvenna kr.140 þúsund króna styrk.
3. Mnr. 2025090314 – Styrkbeiðni vegna keppnisferðar til Svíþjóðar.
Styrkbeiðni frá Bessa Teitssyni vegna keppnisferðar U-19 á European Cup í Svíþjóð.
Samþykkt að veita Bessa kr. 30 þúsund króna styrk.
4. Mnr. 2025090315 - Styrkbeiðni vegna landsliðsferðar til Slóveníu.
Styrkbeiðni frá Eir Chang vegna Evrópukeppni landsliða í Slóveníu.
Samþykkt að veita Eir kr. 30 þúsund króna styrk.
5. Mnr. 2025090319 – Styrkbeiðni vegna æfinga- og keppnisferðar til Þýskalands.
Styrkbeiðni handknattleiksdeildar vegna ferðar 3.flokks kvenna í æfinga- og keppnisferð til Þýskalands.
Samþykkt að veita handknattleiksdeildinni kr. 140 þúsund króna styrk.
6. Mnr. 2025090317 – Styrkbeiðni vegna æfingaferða- og keppnisferða til Danmerkur og Svíþjóðar.
Styrkbeiðni vegna æfinga og keppnisferða tveggja hópa fimleikadeildar til Danmerkur annars vegar og Svíþjóðar hins vegar.
Samþykkt að veita fimleikadeild kr. 280 þúsund króna styrk vegna ferðanna.
7. Mnr. 2025060070 – Viðhalds- og nýframkvæmdaáætlun sundlaugar 2026.
Íþróttafulltrúi lagði fram viðhaldsáætlun 2026. Bent er á að það liðu 21 ár frá því að sundlaugin opnaði 1984 og lokað var í 7 mánuði vegna viðhalds. Nú er að líða jafn langur tími frá endurnýjun.
Komið er að mörgum mikilvægum viðhaldsaðgerðum og lagt er til að það verði fenginn úttektaraðili til þess að gera viðhaldsáætlun til 3ja ára ásamt kostnaðarmati.
8. Mnr. 2025090322 - Málefni sundlaugar.
Farið var yfir ýmis málefni sundlaugar og mikil umræða var um breyttan opnunartíma.
Um leið og ÍTS ber skilning á þörf bæjarins til aðhalds í rekstri er ekki óeðlilegt að horft sé einnig til reksturs sundlaugar. ÍTS minnir þó á mikilvægi sundlaugar fyrir lýðheilsu bæjarbúa og er mikilvægur liður í því markmiði bæjarins að vera heilsueflandi sveitarfélag.
Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.
Fundi slitið kl. 9:30.