Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

452. fundur 20. janúar 2026 kl. 08:15 - 09:30 fundarherbergi sundlaugar

452. (19.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness var haldinn fimmtudaginn 20. janúar 2026 kl. 8:15 í fundarherbergi sundlaugar.

Mættir voru: Örn Viðar Skúlason, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Inga Þóra Pálsdóttir og Ólafur Finnbogason.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson íþróttafulltrúi.

Dagskrá:

1. Mnr. 2026010329 – Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2025 í karla og kvennaflokki.

Alls bárust 9 tilnefningar í 7 íþróttagreinum. Fulltrúar íþrótta- og tómstundanefndar fóru yfir innsend gögn og völdu tvo íþróttamenn í afar jöfnum hóp.

Niðurstaðan verður kunngerð í hófi höldnu 3.febrúar n.k.

2. Mnr. 2026010330 – Styrkbeiðni úr afreksmannasjóð.

Lovísa Thompson sækir um styrk úr afreksmannasjóði.

Samþykkt að veita Lovísu kr. 100 þúsund í afreksmannastyrk.

3. Mnr. 2026010331– Styrkbeiðni vegna Smáþjóðaleika í hjólreiðum.

Bríet Kristy Gunnarsd. sækir um tvo styrki vegna æfingaferðar til Spánar og keppnisferðar til Andorra á Smáþjóðaleikana.

Samþykkt að veita Bríeti kr. 60 þúsund í styrk.

4. Mnr. 2025120267 – Styrkbeiðni vegna keppnisferða með U-17 í handbolta.

Gunnar Róbertsson sækir um styrk vegna Nordic Open og Olympíuhátíð æskunnar.

Samþykkt að veita Gunnari kr. 60 þúsund króna styrk.

 

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum.

Fundi slitið kl. 9:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?