Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

291. fundur 08. febrúar 2005

291. (30) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn 8. febrúar 2005 kl. 17:30 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Linda Sif Þorláksdóttir og Haukur Geirmundsson.  

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

  1. Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2004.
  2. Önnur mál.
    a. Staðsetning á hjólabrettasvæði.
    b. Ferð skólalúðrasveitar tónlistarskólans.
    c. Styrkbeiðni frá knattspyrnudeild.
    d. Aðstaða fyrir hljómsveitir.

2. a. Samþykkt að leggja til við skipulags- og mannvirkjanefnd að tæki vegna hjólabrettaiðkunar verði sett upp við Mýrarhúsaskóla (körfuboltasvæði) til reynslu. Annað svæði sem til greina kemur er við björgunarsveitarhúsið við Suðurströnd.
b. Óskað eftir styrk vegna tónleikaferðalags til Gautaborgar í júní. Samþykkt að veita sveitinni 100 þúsund króna styrk.
c. Knattspyrnudeild óskar eftir styrk til þess að kynna sér gerð gervigrasvalla erlendis. Samþykkt að veita deildinni 25 þúsund króna styrk.

Haukur vék af fundi kl. 17.45.

d. Linda upplýsti að ýmis vandkvæði væru vegna æfinga fyrir hljómsveitir. Samþykkt að vísa úrlausn málsins til skólanefndar.

Linda vék af fundi kl. 17.50.

1. Ákvörðun um íþróttafólk Seltjarnarness fyrir árið 2004 liggur fyrir. Tilkynnt verður um valið 24. febrúar.

Fundi slitið kl. 18.00.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?