Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

290. fundur 18. janúar 2005

290. (29) fundur Æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn 18. janúar 2005 kl.17:30 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Linda Sif Þorláksdóttir og Haukur Geirmundsson.

                                                                                            

Ritari fundar Árni Einarsson.

 

Dagskrá:

 

1.      Kjör Íþróttamanns Seltjarnarness 2004.

2.      Breytingar á Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

3.      Önnur mál.

a. Aðstaða til hljómsveitaræfinga.

b.Hjólabrettaaðstaða.

c. Fræðsla um mataræði fyrir iðkendur Gróttu.

d.Styrkbeiðni björgunarsveitarinnar Ársæls.

e. Bréf.

 

1. Farið yfir tilnefningar sem borist hafa. Samþykkt að afla upplýsinga um fleiri. Samþykkt að tilkynna um kjörið 24. febrúar nk.

2. Unnið er að hönnun á fyrirhuguðum breytingum á sundlauginni. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist nk. haust.

            3. a) Búið er að ganga frá loftræstingu í herberginu sem notað verður til hljómsveitaæfinga. Fimm hljómsveitir munu nú fá þar inni fyrir æfingar. Linda Sif sagði frá deshátíð Valhúsaskóla sem haldin var 15. desember og gekk mjög vel.

b) Lagt fram erindi um aðstöðu til hjólabrettaiðkunar. ÆSÍS tekur vel í erindið og mun vinna áfram að málinu. Lindu Sif falið að vinna með áhugasömum unglingum í Selinu að framhaldinu.

c) Lögð fram kostnaðaráætlun vegna fræðslu um mataræði hjá iðkendum Gróttu.

d) Tekin fyrir að nýju umfjöllun um samstarf við björgunarsveitina. Unnið verður áfram að málinu, m.a. í tengslum við Selið.

e) Lagt fram þakkarbréf frá Skíðadeild KR vegna styrks til blaðaútgáfu.

 

Fundi slitið kl. 19.05.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?