Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

293. fundur 14. apríl 2005

293. (32) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn 14. apríl, 2005 kl. 17:30 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson og Haukur Geirmundsson.

Forföll: Sigrún Edda Jónsdóttir.

Gestir: Páll Þorsteinsson og Björgvin Finnson frá knattspyrnudeild.

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

Gervigrasvöllur.

Sumardagurinn fyrsti.

Fyrirhugaðar sundlaugarframkvæmdir.

Leikjanámskeið fyrir alla.

Önnur mál:
a. Styrkbeiðni frá Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur
b. Styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Ársæli.
c. Styrkbeiðni frá Trimmklúbbi Seltjarnarness.
d. Styrkbeiðni frá Kára Garðarsyni.
e. Styrkbeiðni frá Þóru Hrund Jónsdóttur.
f. Styrkbeiðni frá Smára Rafni Teitssyni.

 

 1. Rætt var um stöðu og framvindu í skipulagsmálunum og horfur í gerð gervigrasvallar. Skipulagsmálin eru nú til umfjöllunar í rýnihóp sem stofnaður var fyrir nokkrum vikum og á að ljúka störfum um næstu mánaðarmót. Þangað til a.m.k. eru mál í biðstöðu. Páll og Björgvin viku af fundi að loknum þessum lið.
 2. Undirbúningur er vel á veg kominn. Dagsrká verður með hefðbundnu sniði.
 3. Framkvæmdir verða boðnar út innan tíðar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í kringum næstu áramót. Líklegt er að loka þurfi lauginni á meðan á framkvæmdum stendur.
 4. Lagt fram minnisblað frá Lindu Sif Þorláksdóttur starfandi forstöðumanni Selsins.
  a. Óskað er eftir aukafjárveitingu vegna leikjanámskeiða í sumar til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu ásamt Lindu í samstarfi við félagsmálastjóra.
  b.
  Á minnisblaði Lindu kemur fram að hún hafi ítrekað reynt að fá skólanefnd til þess að leysa húsnæðisþörf Selsins vegna unglingahljómsveita, en án árangurs. Ekki hafi gengið að nota það húsnæði sem búið var að útbúa til hljómsveitaæfinga vegna ágreinings við tónlistarskólann. Þetta mál verði að leysa fyrir haustið.
  ÆSÍS samþykkir að beina á ný þeim eindregnu tilmælum til skólanefndar að leysa þetta mál, enda hafi legið fyrir þegar húsnæði tónlistarskólans var aukið á síðasta ári að hægt yrði að bjóða unglingum aðstöðu til þessa í tengslum við starfsemi Selsins. ÆSÍS ítrekar nauðsyn þess að þessu verði kippt í liðinn hið allra fyrsta.
  c. Linda Sif óskar eftir tímabundinni lausn frá starfi sem aðstoðarforstöðumaður Selsins í eitt ár.
  Samþykkt.
 5. a. Samþykkt að veita henni styrk til þátttöku í námskeiði á Ítalíu í sumar. ÆSÍS getur ekki orðið við beiðninni að öðru leyti. Framkvæmdastjóra falið að ljúka málinu.
  b. Samþykkt að veita sveitinni 500 þúsund króna styrk. Framkvæmastjóra falið að skoða möguleika á víðtækara samstarfi við sveitina og leggja hugmyndir þar að lútandi fyrir næsta fund.
  c. Samþykkt að veita klúbbnum 50 þúsund króna styrk vegna Neshlaupsins 14. maí nk. auk þess að bjóða þátttakendum frítt í sund að hlaupi loknu og nokkur sundkort í útdráttarverðlaun. Einnig samþykkt að veita klúbbnum 50 þúsund króna styrk til að halda námskeið í skokki. Námskeiðið er haldið í tilefni af 20 ára afmæli klúbbsins á þessu ári.
  d. Samþykktur 30 þúsund króna styrkur.
  e. Samþykktur 20 þúsund króna styrkur vegna þátttöku í úrvalshópi skautalandsliðsins.
  f. Samþykktur styrkur að upphæð 24 þúsund krónur vegna skákmóts.


  Fundi slitið kl. 18.40
  .


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?