Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

295. fundur 09. júní 2005

295. (34) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn 9. júní, 2005 kl. 19:00 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir og Haukur Geirmundsson.

Forföll: Nökkvi Gunnarsson.

Gestir: Frá Aðalstjórn Gróttu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Kristín Finnbogadóttir og Björgvin Finnsson.  

Frá Handknattleiksdeild Gróttu: Árni Benedikt Árnason, Lárus Lárusson og Arnar Kristinn Þorkelsson.    

Frá Fimleikadeild Gróttu: Margrét Pétursdóttir

Frá Knattspyrnudeild Gróttu: Hilmar Sigurðsson, Páll Þorsteinsson Jón Sigurðsson, Axel Friðriksson og Haukur Harðarson.

 

Ritari fundar Árni Einarsson.

 

Dagskrá:

1. Málefni Íþróttafélagsins Gróttu.

2. Önnur mál.

  1. Bjarni sagði frá slitum sjö ára samstarfs Gróttu og KR í handknattleik. Unnið er að áframhaldandi uppbyggingu handknattleiks í bænum undir merkjum Gróttu. Bjarni ræddi einnig komandi kosningu um skipulagsmál og hvatti forystufólk félagsins til þess að vinna tillögunni um knattspyrnuvöll á Hrólfsskálamel fylgi. Staðsetning vallarins þar hefði allt með sér fyrir félagið og íþróttastarfið. Bjarni og Björgvin sögðu frá undirbúningi að öflun nýrra félagsbúninga fyrir allar deildir Gróttu sem fyrirhugað er að taka í notkun í haust. Leitað hefur verið tilboða frá sportvöruverslunum. Unnið er að þjálfaramálum fyrir meistaraflokk karla í handknattleik.
    Hilmar sagði frá fyrirhugaðri keppnisferð þriggja knattspyrnuliða á alþjóðlegt knattspyrnumót í Kaupmannahöfn í sumar. Um væri að ræða hóp 75 drengja, auk þjálfara, liðstjóra og hóp foreldra.
    Árni, Arnar og Lárus sögðu frá fyrirhuguðum keppnisferðum handknattleiksfólks erlendis í sumar. Í framhaldi var rætt um að nauðsynlegt væri að deildirnar hafi samstarf um skipulagningu svona ferða til þess að forðast sem mest skörun sem kæmi sér illa fyrir þátttakendur og fjölskyldur þeirra.
    Margrét sagði frá sumarstarfi og þjálfaramálum fimleikadeildar.

    Í umræðum var komið inn á samræmingu á innheimtukerfi deilda, málefni meistaraflokka, kynningarmál og tengsl við fjölmiðla. Fagnað var góðum árangri meistaraflokks karla í knattspyrnu í bikarleik á móti ÍA.

a) Lögð fram beiðni Ingibjargar Jónu Halldórsdóttur um styrk til þátttöku í tónlistarnámskeiðum erlendis. Samþykkt að veita henni 30 þúsund króna ferðastyrk. Framkvæmdastjóra falið að ljúka erindinu.
b) Lögð fram áskorun frá Krabbameinsfélaginu, sem vísað var til æsís frá bæjarstjórn, um að hætta að bjóða upp á ljósaböð í ljósabekkjum í íþróttamiðstöðinni. Nánar verður fjallað um efni erindisins síðar  í tengslum við endurbætur á sundlaug og þjónustu henni tengdri.
c) Samþykkt að greiða handknattleiksdeild Gróttu kr. 377.250.- vegna syskinaafsláttar sem deildin hefur tekið á sig.


Fundi slitið kl. 20.10.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?