Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

296. fundur 16. ágúst 2005

296. (35) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn 16.ágúst, 2005 kl. 17:30 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Forföll Sigrún Edda Jónsdóttir.

Gestur: Þorbergur Karlsson frá V.S.Ó.

Dagskrá:

1. Gervigrasvöllur.

2. Önnur mál.

  1. Þorbergur Karlsson frá verkfræðiskrifstofunni V.S.Ó. Ráðgjöf fór yfir skipulagningu tilvonandi gervigrasvallar og kynnti frumáætlun svæðisins. Formanni og ritara falið að skoða málið nánar.
  2. a)  Margrét Sigurðardóttir ræddi málefni Selsins. Hún óskar eftir aukningu á starfsmannahaldi sem nemur hálfu stöðugildi.  Hún óskaði eftir því að fá að hafa áfram bíl til umráða eins og verið hefur í sumar.  Einnig afhenti hún fundarmönnum skýrslu sem unnin var af Áslaugu Friðfinnsdóttur um starfsemi leikjamámskeiðanna nú í sumar sem tókust mjög vel.

b)  Handknattleiksdeild Gróttu óskar eftir styrk vegan utanlandsferða tveggja flokka.  Samþykkt að veita þeim 140.000 þúsund króna styrk.

c)  Knattspyrnudeildin óskar eftir styrk vegna utanlandsferða þriggja flokka.  Samþykkt að veita þeim 210 þúsund króna styrk.

c)  Meistarafl. í knattspyrnu óskar eftir ferðastyrk vegan uppspils þeirra um að komast í 2. deild.  Samþykkt að veita þeim 100 þúsund króna styrk.

d)  Fjórar handknattleiksstúlkur úr Gróttu óska eftir ferðastyrk vegan landsliðsferðar þeirra til Danmerkur.  Ákveðið að skoða málið nánar af formanni og framkvæmdastjóra..

e)  Styrkbeiðni frá Garðari Guðmundssyni vegna Íslandsmóts í skák.  Samþykkt að veita honum 50 þúsund króna styrk.

f)  Lagt fram bréf frá fimleikadeild til kynningar, þar sem ítrekuð er óska deildarinnar um stækkun á fimleikasal.

 

Fundaritari Haukur Geirmundsson

 

Fundi slitið 19:30



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?