Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

297. fundur 06. september 2005

297. (36) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn 6.september, 2005 kl. 17:30 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson og Haukur Geirmundsson.

Fundargerð ritaði: Árni Einarsson.

Dagskrá:

1. Rekstur heilsuræktar.

Umræður um hugmyndir þeirra fimm aðila sem sendu inn umræðutilboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar á Seltjarnarnesi.

Samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða um áframhaldandi áhuga þessara aðila á grundvelli þess að þeir byggi og reki alfarið væntanlega heilsurækt. ÆSÍS leggur áherslu á að fram komi áætlun um hvernig aðilar hyggjast haga samstarfi við sundlaug og ýmsa aðila sem standa að líkams- og heilsurækt í bænum.

ÆSÍS mun að því loknu fara yfir hugmyndir aðila að nýju.

 

Fundi slitið kl. 18.20.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?