Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

300. fundur 16. nóvember 2005

300. (39) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 16. nóvember, 2005 kl. 08:00 í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Forföll: Nökkvi Gunnarsson.

Fundargerð ritaði: Árni Einarsson.

1.      Fjárhagsáætlun ÆSÍS 2006.

2.      Önnur mál.

1.  Farið var yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlun ÆSÍS fyrir árið 2006.  Nefndarmenn voru sammála um að á næsta ári þurfi ýmsir liðir endurskoðunar við í endurskoðaðri fjárhagsáætlun vegna margra óvissuþátta vegna breytts rekstrarforms íþróttamiðstöðvar á næsta ári.  Í því sambandi er vert að nefna að Glax – viðskiptaráðgjöf hefur með höndum endurmat á stöðugildum og vaktatöflum íþróttamiðstöðvarinnar og skilar niðurstöðum sínum í janúar 2006.

Helstu þættir matsins eru:                          

·        Launaliðir íþróttahúss, þar sem ljóst er að bæta þarf við starfsfólki eftir klukkan 16:00 virka daga og um helgar sökum undirmönnunar á þeim tímum.

·        Launaliðir sundlaugar, þar sem ljóst er að vegna lengingar á opnunartíma sundlaugar breytist vaktatafla sundlaugarstarfsfólks.  Einnig er líklegt að bæta þurfi við einum starfsmanni við sundlaugina vegna stækkunar og aukins umfangs.

·        Launa- og rekstrarliðir gervigrasvallar, sem verður nýr þáttur í rekstrinum frá miðju ári 2006.

Síðast en ekki síst hefur verið haldið aftur af öllu viðhaldi, bæði í sundlaug og íþróttahúsi s.l. tvö ár vegna nýframkvæmda.                                                                                                

Í íþróttahúsi má helst nefna málningar- og lakkvinnu íþróttasala, endurnýjun á föstum búnaði í gamla sal ásamt loftræsingarmálum.

Í sundlaug er helst að nefna stjórntæki og dælur, vatns- og hitalagnir og hreinsibúnað fyrir laugarker og potta sem fyrir eru.  Þessi búnaður er orðinn rúmlega tuttugu ára og þarfnast mikils viðhalds til þess að uppfylla nýjar og auknar kröfur heilbrigðisyfirvalda.

 

Vegna fjárhagsáætlunar Selsins.

 

Viðhaldsliðir í Selinu eru áætlaðir í lágmarki þar sem mála þarf salinn og slípa og lakka parketið.

Hljómsveitaraðstaða þarfnast hljóðeinangrunar og bæta þarf loftræstingu og mikil þörf á stækkun.

2.  Lagt fram bréf fimleikadeildar um aukinn styrk til deildarinnar.

Fundi slitið 9:15

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?