Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

302. fundur 14. febrúar 2006

302. (41) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2006 í íþróttamiðstöðinni kl. 17.30.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá.

1.               Vettvangs- og skoðunarferð um sundlaugarsvæði.

2.               Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fyrir árið 2005.

3.               Fundir æsís framundan.

4.               Erindi.

5.               Önnur mál.

1.              Framkvæmdastjóri kynnti framvindu og stöðu framkvæmda við sundlaugina og sýndu ráðsfólki svæðið. Áætlað er að sundlaugin komist í gagnið að nýju 5. maí nk.

2.              Farið yfir fyrirliggjandi ábendingar, tilnefningar og upplýsingar um íþróttafólk vegna vals á íþróttafólki Seltjarnarness vegna árangurs á árinu 2005. Karl og kona einróma samþykkt. Framkvæmdastjóra og formanni falið að ganga frá útnefningunni og endanlegu vali úr tilnefningum um efnilegt íþróttafólk. Samþykkt að afhending viðurkenninga og tilkynning um val íþróttafólks Seltjarnarness verði fimmtudaginn 23. febrúar nk. og hefjist kl. 18.00.
Samþykkt að tilnefna einnig og veita viðurkenningu fyrir mikilvægt framlag til félagsmála í æskulýðs- og íþróttastarfi. Margréti falið að koma ábendingum og upplýsingum til framkvæmdastjóra.
Haukur vék af fundi undir þessum lið.

3.              Eftirfarandi dagsetningar á næstu fundum æsís samþykktar:
14. mars, 4. apríl og 9. maí.

4.              a. Erindi frá starfsfólki Selsins um styrk vegna kynnisferðar til Kaupmannahafnar 23. – 26. febrúar nk. Margrét sagði frá skipulagningu ferðarinnar. Samþykkt að veita hverjum þátttakanda 20 þúsund króna styrk.
b. Erindi frá Skylmingafélagi Seltjarnarness um ferðastyrk vegna þátttakanda á heimsbikarmót unglinga í skylmingum með höggsverði sem haldið verður í Kanada 17. – 18. júní nk. Samþykkt að veita 20 þúsund króna styrk.
c. Erindi frá meistarahópi Gróttu í hópfimleikum um styrk til að leigja tímabundið æfingaaðstöðu hjá Gerplu í Kópavogi. Erindið samþykkt og framkvæmdastjóra falið að ljúka málinu.
d. Formaður lagði fram tillögu um að frá og með opnun sundlaugar að nýja eftir endurbætur verði aðgangur íbúa 67 ára og eldri að sundlauginni ókeypis til samræmis við það sem er í nágrannasveitarfélögunum. Samþykkt. Einnig samþykkt að eftir opnun verði gjaldskrá og opnunartími sundlaugarinnar svipuð og í nágrannasveitarfélögunum. Opnunartímar sundlaugar verði þá: Kl. 6.30 – 22.00 á virkum dögum og kl. 8.00 – 20.00 laugardaga og sunnudaga. Sami opnunartími sumar og vetur. Æskilegt er að gengið sé frá nýrri vaktatöflu miðað við ofangreindar forsendur og hún aðlöguð að afgreiðslutíma tilvonandi heilsuræktar. Breytingum á gjaldskrá vísað til fjárhags- og launanefndar.
e. Haukur kynnti bréf frá KSÍ um framhald á sparkvallarátakinu sem hófst fyrir tveimur árum. Búið er a setja upp 64 velli frá því að átakið hófst, þar af einn á Seltjarnarnesi. Samþykkt að sækja um völl af stærðinni 20x40 sem settur yrði upp við Mýrarhúsaskóla. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá umsókn.

a. Margrét upplýsti að búið væri að endurvekja ungmennaráð Seltjarnarness, en það hefur ekki verið starfandi um skeið. Þrjú ungmenni sitja í ráðinu. Samþykkt ósk ungmennaráðsins um að fá að koma á fund hjá æsís 14. mars nk. Margrét kemur því á framfæri við ungmennaráðið.
b. Margrét sagði frá að heimasíða Selsins, selid.is, hefði verði endurnýjuð.
c. Rætt um gæslu og eftirlit í baðklefum íþróttahúss á skólatíma. Einnig rætt um þjónustu við fatlaða og þá sem eiga erfitt með böðun og fataskipti án aðstoðar.
d. Margrét spurði um nýtingu á húsnæði sem stendur autt og áður var nýtt fyrir bókasafnið. Árna falið að taka málið upp í skólanefnd.
e. Rætt um öskudaginn 1. mars nk. Skemmtun verður haldin í félagsheimilinu í tilefni dagsins og verður hún tvískipt: Fyrri hluta dags fyrir 1. – 3. bekk og síðari hluta dags fyrir 4. – 6. bekk. Foreldrafélagið og Selið standa að framkvæmdinni.
f. Formaður sagði frá fundi sem hún og framkvæmdastjóri sátu með knattspyrnudeild Gróttu 30. janúar þar sem rædd var m.a. notkun á grasvellinum á Valhúsahæð. Deildin hefur fengið vilyrði bæjarstjóra um að hefja æfingar og leiki á vellinum frá og með 1. apríl nk. Mikil hætta er á skemmdum á grasinu við að taka völlinn svo snemma í notkun. Formanni falið að ganga formlega frá vilyrði bæjarstjóra frá fundi hans með knattspyrnudeildinni 19. janúar s.l. um að völlurinn verði tekinn upp og lagður nýjum þökum, hamli skemmdir á vellinum notkun hans þegar líður á vorið. Að tillögu formanns æsís mun stjórn knattspyrnudeildar setja niður framtíðarsýn deildarinnar á næstu 2-3 vikum og hún þá send æsís til umfjöllunar. Samþykkt að tilnefna sem fulltrúa æsís í þá umfjöllun og umræðu: Sigrúnu, Árna og Hauk.
g. Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við líkams- og heilsuræktarstöð. Upplýst að fyrir lægi viljayfirlýsing bæjarins og væntanlegs rekstraraðila. Unnið væri að málinu á grundvelli hennar og stefnt að því að framkvæmdum ljúki í apríl 2007. Árni spurði um afgreiðslu erindis Þorsteins Guðjónssonar og Bjargeyar Aðalsteinsdóttur frá 11. nóv. sl. varðandi val á samstarfsaðila vegna heilsuræktar á Seltjarnarnesi. Erindinu hefur verið vísað til bæjarstjóra í ljósi þess að hann hefur hliðstætt erindi til afgreiðslu.

Fundarritari: Árni Einarsson


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?