Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

303. fundur 14. mars 2006

303. (42) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 14. mars 2006 í íþróttamiðstöðinni kl. 17.30.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Hildigunnur Gunnarsdóttir og Haukur Geirmundsson.

Forföll Nökkvi Gunnarsson.

Gestir: Bjarni Torfi Álfþórsson formaður Gróttu.

Dagskrá:

1.       Gervigrasvöllur – hlaupabraut.

2.       Styrkir íþróttafélagsins Gróttu.

3.       Önnur mál.
a. Erindi frá fimleikadeild Gróttu.

b. Styrkbeiðni frá HSÍ..

c. Umsókn til KSÍ. vegna sparkvallar.

d. Niðurstöður úr rannsókninni Ungt fólk 2004.

1.       Lagt fram bréf frá knattspyrnudeild Gróttu, dagsett 9. mars 2006, þar sem mótmælt er fyrirhugaðri hlaupabraut við knattspyrnuvöllinn. Stjórnarfólk ásamt Hauki ræddu forsögu þess að ákveðið var á sínum tíma að hafa hlaupabraut við völlinn. ÆSÍS. bendir á að við undirbúning framkvæmda við völlinn hefur verið lögð áhersla á að skapa sem besta aðstöðu fyrir knattspyrnuiðkendur á Seltjarnarnesi. Staðsetning hlaupabrautarinnar hefur legið lengi fyrir, m.a. í fundargerð æsís frá 13. september 2005. Framkvæmdin var svo samþykkt í bæjarstjórn 21. september 2005. Framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu.

2.       Bjarni lagði fram yfirlit yfir styrki til deilda Gróttu. Rætt um rekstur deildanna, fjárþörf og skiptingu styrks æsís á milli deilda. Samþykkt að fela Hauki að hefja endurskoðun á fyrirkomulagi styrkjanna í samvinnu við aðalstjórn Gróttu. Bjarni vék af fundi kl. 18.50.

3.       a. Deildin óskar eftir viðbótarstyrk vegna reksturs á s.l. ári. Samþykkt að veita deildinni framlag til kaupa á rá í tvíslá, bogahesti og stökkbretti.

b. Samþykkt að veita HSÍ 50 þúsund króna styrk vegna útgáfu á sögu handknattleiksíþróttarinnar

c. Framkvæmdastjóri tilkynnti að sótt hafi verið aftur um sparkvallarsamning til KSÍ vegna fyrirhugaðs vallar á lóð Mýrarhúsaskóla.

d. Framkvæmdastjóri hyggst láta fjölfalda geisladiska með niðurstöðum úr rannsókninni Ungt fólk 2004 sem gerð var á viðhorfum nemenda til menntunar, menningar, tómstunda og íþróttaiðkunar auk þess að kanna framtíðarsýn íslenskra ungmenna.

 Fundi slitið kl. 19.10.

Fundargerð ritaði Árni Einarsson.

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)

Árni Einarsson (sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir (sign)

Sjöfn Þórðardóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?