Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

25. apríl 2006

304. (43) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 25. apríl 2006 í íþróttamiðstöðinni kl. 17.30.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Árni Einarsson.

Dagskrá:

1.      Verkframkvæmdir vegna Neslaugar, íþróttavallar og heilsuræktar.

2.       Ísland á iði.

3.       Forvarnadagur.

4.       Neshlaupið.

5.       Könnunin Ungt fólk 2004.

6.       Önnur mál.
a. Afreksstyrkur.
b. Styrkur vegna ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga.
c. Sumardagurinn fyrsti.
d. Dagskrá 17. júní.
e. Leikjanámskeið, börn með sérþarfir.
f. Kvikmynd, Hvarfið.
g. Aðstaða Selsins.

1.       Haukur sagði frá stöðu mála við laugina og íþróttavöllinn. Stefnt er að því að opna sundlaugina upp úr miðjum maí nk.  Framkvæmdir við keppnisvöllinn eru á tíma, en einhver seinkun verður með æfingavöllinn. Rætt var um fyrri samþykkt um lengdan opnunartíma sundlaugar og hækkun á gjaldskrá. Rætt um fyrirhugaða byggingu heilsuræktar við sundlaugina. Engar upplýsingar liggja fyrir um stöðu mála.

2.       Lagt fram bréf dags. 27. mars 2006 frá verkefninu Ísland á iði þar sem sagt er frá fyrirtækjakeppninni ,,Hjólað í vinnuna” sem fram fer dagana 3. – 16. maí nk. Í bréfinu er óskað eftir þátttöku sveitarfélagsins við að hvetja stofnanir og vinnustaði í sveitarfélaginu til þátttöku.

3.       Lagt fram bréf um forvarnadag í skólum 28. september nk. dags. 7. apríl 2006. Samþykkt að vísa erindinu til skólanefndar, Selsins og forvarnafulltrúa.

4.       Lagt fram bréf frá TKS dags. 9. apríl 2006 um styrk vegna Neshlaupsins 2006. Samþykkt að veita 50 þúsund króna styrk til hlaupsins og 50 þúsund króna styrk til að mæta kostnaði við að bjóða ókeypis þátttöku í 3,25 km. hlaupi.

5.       Haukur dreifði geisladiski með upplýsingum úr könnuninni. Ráðsfólk kynnir sér gögnin og málið verður aftur rætt síðar.

6.       a. Samþykkt að veita Sif Pálsdóttur 100 þúsund króna afreksstyrk vegna nýfengins Norðurlandameistaratitils í fimleikum.
b. Samþykkt að veita Gróttu 35 þúsund króna styrk vegna ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga.
c. Rætt um dagskrá Sumardagsins fyrsta.
d. Rætt um dagskrá 17. júní.
e. Rætt um þjónustu við börn með sérþarfir á leikjanámskeiðum næsta sumar og þörf fyrir fjölgun starfsfólks. Samþykkt að heimila Selinu að fjölga starfsmönnum um þrjá vegna þessa, sbr. fyrirliggjandi samþykkt félagsmálaráðs.
f. Margrét sagði frá mynd sem unglingar á vegum Selsins hafa unnið, Hvarfið, og verður sýnd í Háskólabíói fimmtudaginn 26. apríl nk.
g. Rætt um framtíðarþörf Selsins fyrir húsnæði og aðstöðu.

Fundi slitið kl. 19.05.

Ásgerður Halldórsdóttir                                                             Árni Einarsson

(sign)                                                                                        (sign)

Nökkvi Gunnarsson                   Sigrún Edda Jónsdóttir               Sjöfn Þórðardóttir

(sign)                                        (sign)                                        (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?