Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

306. fundur 30. maí 2006

306. (45) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 30. maí 2006 í íþróttamiðstöðinni kl. 17.30.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Margrét Sigurðardóttir og Haukur Geirmundsson.

Forföll: Nökkvi Gunnarsson.

Ritari fundar: Árni Einarsson.

Dagskrá:

1.       Skýrsla Glax-Viðskiptaráðgjafar.

2.       Dagskrá 17. júní.

3.       Sumarnámskeið.

4.       Starfshópur vegna fimleikaaðstöðu.

5.       Önnur mál.
a. Styrkbeiðni vegna fiðlunáms.
b. Erindi frá Mýrarhúsaskóla.
c. Ábending vegna starfsmats.
d. Styrkbeiðni frá handknattleiksdeild.
e. Erindi vegna skákumsjónar.
f. Aðstaða Selsins.

 

1.       Haukur fór yfir niðurstöður skýrslunnar. Benti hann á að ýmsar villur væri að finna í skýrslunni sem hefðu áhrif á niðurstöður hennar. Lagði hann fram  tillögur um starfsmannafjölda Íþróttamiðstöðvar og ítrekun á fyrri samþykkt æsís um að samræma opnunartíma sundlaugarinnar við opnunartíma sundlauga í Reykjavík. Breyta þarf vaktatöflum starfsmanna sundlaugar til þess að mæta lengri opnunartíma. Æsís ítrekar fyrri samþykkt um lengingu opnunartíma sundlaugarinnar og felur framkvæmdastjóra að undirbúa breytingu á vaktatöflum starfsmanna í samræmi við það fyrir 15. september nk. Þangað til verður opnunartími eins og áður. Æsís samþykkir mat framkvæmdastjóra að þörf sé á fimm sundlaugarstarfsmönnum á hvorri vakt í stað fjögurra eins og nú er. Þetta felur í sér aukningu úr 1,4 stöðugildum samkvæmt samþykkt fjárhags- og launanefndar í 2 stöðugildi (sjá Fskj. 1).  Einnig þurfa starfsmannamál knattspyrnuvalla endurskoðunar við.

2.       Margrét kynnti dagskrá 17. júní. Dagskráin er með hefðbundnu sniði. Margrét benti á að endurskoða þyrfti framlag til dagskrárinnar samkvæmt fjárhagsáætlun þar sem það væri of lágt.

3.       Margrét kynnti leikjanámskeiðin.

4.       Lögð fram tillaga sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. maí s.l. um að skipuð verði nefnd vegna nauðsynlegrar stækkunar á aðstöðu fimleikadeildar Gróttu.  Samþykkt að framkvæmdastjóri stýri vinnu hópsins og honum falið að setja á laggirnar starfshóp með fulltrúa frá fimleikadeild Gróttu og aðalstjórn.

5.       a. Lögð fram beiðni um styrk til fiðlunáms. Æsís getur ekki orðið við erindinu og vísar því til menningarnefndar.
b. Lagt fram erindi frá Mýrarhúsaskóla vegna skertrar sundkennslu nemenda vegna breytinga á lauginni s.l. vetur. Óskað er eftir að nemendum verði boðið upp á námskeið í sumar. Æsís tekur undir mikilvægi þess að bæta nemendum upp þessa skerðingu og vísar erindinu til skólanefndar.
c. Lagt fram bréf frá vaktformanni íþróttahúss þar sem gerð er athugasemd við niðurstöðu starfsmats. Æsís samþykkir að viðkomandi starfsmaður sé í sama launaflokki og vaktformenn í sundlaug.
d. Óskað eftir styrk vegna fararstjórnar 5. flokka karla og kvenna vegna þátttöku í handknattleiksmóti í Svíþjóð. Samþykkt að styrkja einn fararstjóra vegna 5. flokks karla og einn fararstjóra vegna 5. flokks kvenna, 70 þúsund krónur á hvorn.
e. Samþykkt að veita 30 þúsund styrk.
f. Samþykkt að fela Margréti að leggja tillögur um framtíðarþarfir Selsins fyrir húsnæði og aðstöðu fyrir æsís fyrir 1. september nk.

Formaður þakkaði ráðsfólki og starfsmönnum samstarfið á kjörtímabilinu. Árni þakkaði ráðsfólki og starfsfólki samstarfið á kjörtímabilinu.

Fundi slitið kl. 20.00.Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?